Skíðafélag Dalvíkur Skíðafélag Dalvíkur  

Fréttir
Svæðið
Gisting
Æfingar og Mót
Úrslit móta
Myndasíða
Lög
Afreksfólk
Nefndir
Saga félagsins
Til sölu
Tenglar
Forsíða Fréttir Svæðið Gisting Stjórn og nefndir Lög Mót Úrslit móta Saga félagsins Afreksfólk Tenglar Myndir Til sölu
Böggvisstaðafjall í dag
Engar veðurupplýsingar hafa verið skráðar í dag.

Fréttir frá Dalvík

16. des. 2014 21:58

Opnað fimmtudag 18.desember

Jæja þetta er klárt.... Það verður opnað í Böggvisstaðafjalli á fimmtudaginn 18.desember. Lyftur opna kl 17:00 - 20:00 Jólastemning, Frítt í fjallið - Óvæntar uppákomur...
... meira

16. des. 2014 19:10

Skíðasvæðið komið í vetrarkápuna.

Undanfarna daga hefur snjóað mikið á Dalvíkinni sem okkur líkar afskaplega vel. Starfsmenn skíðasvæðisins hafa unnið hörðum höndum við að troða brekkur og gera klárt fyrir vertíðina. Í kvöld (miðvikudag 16.des) er svo áætlað að setja klukkurnar á lyftuna og eru allir...
... meira

15. des. 2014 13:01

Nú styttist í opnun Skíðasvæðisins

Skíðasvæðið hér á Dalvík er að verða klárt til þess að opna.
Nánari upplýsingar um opnun verða hér á síðunni á næstu dögum.

11. des. 2014 20:36

Opnun Skíðasvæðisins

Allt stefnir í að skíðasvæðið hér á Dalvík verði klárt til þess að opna á næstu dögum. Töluverðan snjó hefur sett í fjallið síðustu sólarhringa og þá mun snjóframleiðsla hefjast á næstu dögum. Nánari upplýsingar um opnun verða hér á síðunni um næstu helgi.

28. okt. 2014 15:42

Dalvískir krakkar á Stubai.

Á dögunum komu 6 krakkar frá Skíðafélagi Dalvíkur heim eftir æfingaferð á Stubai jökli ( um 3000m hæð) í Austurríki með Ski-Races krökkunum. Ferðinn heppnaðist vel í alla staði og gátu krakkarnir skíðað flesta daganna. Vonandi fer að styttast í að við getum opnað í...
... meira

27. okt. 2014 16:01

Dómaranámskeið á snjóbrettum.

Snjóbrettanefnd Skíðasambands Íslands stendur fyrir dómaranámskeiði á snjóbrettum sem nýtist einnig sem þjálfaranámskeið. Snjóbrettanefndin hvetur alla til að sækja námskeiðið hvort sem það eru þjálfarar, aðstandendur eða áhugasamir snjóbrettamenn....
... meira

20. okt. 2014 23:40

Enn unnið í fjallinu.

Á sl. sunnudag þ.e. 19.október var ráðist i að stinga niður rafmagnskappli upp að ljósastaurunum sem settir voru niður í fyrra. Verkið gékk vel enda vel mannað. Um 10 manns mættu á svæðið en þetta var ákveðið með stuttum fyrirvara þar sem veðurfræðingar spáðu snjókomu...
... meira

13. okt. 2014 12:44

Velheppnaður vinnudagur.

Á laugardaginn fór fram vinnudagur skipulagður af stjórn félagsins. Það var virkilega gaman að sjá allann þann fjölda sem mætti á svæðið. Aldursbilið var breitt og allir fengu verkefni við sitt hæfi. Dagurinn byrjaði á morgunhressingu og verkefnum útdeilt. Það helsta sem var...
... meira

10. okt. 2014 10:29

Vinnudagur í Böggvisstaðafjalli.

Á laugardaginn 11.október kl 10:00 er fyrirhugaður vinnudagur í fjallinu. Mæting í Brekkusel, byrjum á léttu morgun kaffi og deilum út verkefnum. Það sem liggur fyrir er að klára að gera við snjógirðingar í efri-lyftu, laga í kringum lyftustúr í efri-lyftu, tiltekt inni í...
... meira

17. sep. 2014 22:39

Skíðafélag dalvíkur auglýsir eftri svæðisstjóra

auglýsing í meðfylgjandi viðhengi

17. jún. 2014 20:59

Auka aðalfundur.

Auka aðalfundur Skíðafélags Dalvíkur verður haldinn miðvikudaginn 25. Júní 2014 kl. 17:30 í sal Dalvíkurskóla.

Dagskrá:
Stjórnarkjör
Önnur mál.

Stjórnin.

14. maí. 2014 15:53

Aðalfundur.

Aðalfundur Skíðafélags Dalvíkur verður haldinn miðvikudaginn 21. maí 2014 kl. 17:00 í Brekkuseli.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.

7. maí. 2014 21:38

Lokahóf!

Lokahóf Skíðafélags Dalvíkur verður miðvikudaginn 14.maí kl.17:00 í Dalvíkurskóla.

Hlökkum til að eiga góða stund saman.

24. apr. 2014 10:29

Skíðavertíðinni lokið á Dalvík

Skíðavertíðinni í Böggvisstaðafjalli á Dalvík er formlega lokið.
Starfsfólk þakkar öllum gestum sem hafa heimsótt okkur í vetur og öllum þeim sem komið hafa að starfinu í vetur.
Kv.
Starfsfólk skíðasvæðis Dalvíkur

21. apr. 2014 14:50

Firmakeppni 2014

Firmakeppni Skíðafélags Dalvíkur fór fram í dag í blíðskapaveðri....
... meira

20. apr. 2014 01:25

Kaffihlaðborð og páskaeggjamót

Páskaeggjamót verður haldið fyrir krakka fædd 2007 og yngri á páskadag kl. 13:00. Skemmtileg leikjabraut og allir fá páskaegg í verðlaun.
Kaffihlaðborð foreldrafélagssins frá kl 14-16.
Allir velkomnir

19. apr. 2014 19:56

Firmakeppni - 2. í páskum

Á annan í páskum fer fram hin árlega firmakeppni Skíðafélags Dalvíkur. Keppt er í samhliðasvigi með forgjöf og útsláttarfyrirkomulagi. Keppni hefst kl. 13:00. Skráning fer fram í Brekkuseli og hefst kl. 12:00.

17. apr. 2014 19:18

Öldungamót 2014

Nú er nýlokið öldungamóti í flokkum 25-39 ára og 40 ára og eldri....
... meira

16. apr. 2014 18:39

Páskaeggjamót og kaffihlaðborð.

Páskaeggjamót fyrir börn fædd 2007 og yngri verður á páskadag kl. 13:00. Skemmtileg leikjabraut og allir fá páskaegg í verðlaun!...
... meira

16. apr. 2014 13:08

LEIKTÍMI!

Í dag, 16. Apríl, er síðasti leiktíminn. Kv. Harpa Rut

15. apr. 2014 12:49

Sleðakvöld 16 apríl

Hvað? - Sleðakvöld
Hvar? - Á skíðasvæði Dalvíkur
Hvenær? - Miðvikudaginn 16. apríl
Klukkan hvað? - 20:00-22:00
Fyrir hverja? - Alla sem hafa áhuga
Hvað kostar? - 500 kall

Ath. Það er hjálmaskylda á sleðakvöldi

14. apr. 2014 06:20

Andrésar Andar fundur

Andrésar Andar fundur í Brekkuseli þriðjudaginn 15.apríl kl.17:15.
Hvítu húfurnar frá 66° merktar SKD til sölu kr.1000
Þeir foreldrar sem ætla að gista og taka kvöldmat á Andrés greiða 3000 kr.

13. apr. 2014 16:52

Öldungamót!

Öldungamót í stórsvigi verður haldið á fimmtudaginn 17. apríl n.k. (skírdag)....
... meira

13. apr. 2014 13:38

Opnunartími 14 og 15 apríl

Skíðasvæði Dalvíkur verður opið fyrir almenning dagana 14 og 15 apríl
frá kl. 11:00-17:00

13. apr. 2014 09:28

Páskadagskrá 2014

Vefmyndavél í samvinnu við Sportvík

Vefmyndavél Dalvíkurbyggðar

Sjálfvirk veðurstöð við Dalvíkurhöfn

ogVodafone

Skíðasport.is

Sportvik.com

Flugfélag Íslands

Live-timing

© gulli.net 2001-2014
Gunnlaugur Jónsson
Skíðafélag Dalvíkur - Brekkuseli - 620 Dalvík
Sími: 466 1010 - Fax: 466 1005
skidalvik@skidalvik.is