Skíðafélag Dalvíkur Skíðafélag Dalvíkur  

Fréttir
Svæðið
Gisting
Æfingar og Mót
Úrslit móta
Myndasíða
Lög
Afreksfólk
Nefndir
Saga félagsins
Til sölu
Tenglar
Forsíða Fréttir Svæðið Gisting Stjórn og nefndir Lög Mót Úrslit móta Saga félagsins Afreksfólk Tenglar Myndir Til sölu
Böggvisstaðafjall í dag
Hiti: -3°C Vindur: 2 m/s,
Nýtroðið.
Opnunartími 16:00-19:00
Opnunardagur: 31
30.janúar. Góðan daginn gott fólk. Opið er í dag föstudag frá 1600-1900 og helgina frá 11.00-16.00 báða daga. Gott færi er, það er nýtroðin snjór og mikill snjór þannig að allir geta skíðað jafnt á brettum sem skíðum.Einnig verður göngubraut klár í dag. Veðurspáin er góð logn og um -5°. Vonumst til að sjá sem flesta jafnt byrjendur sem lengra komna og allir hafa gaman af. :D

Fréttir frá Dalvík

29. jan. 2015 16:31

Fullorðinskennsla

Við færum tímann í dag til morguns, föstudag 30.jan kl 19:45. Þeir sem ekki komast þá fá tímann síðar. Næsti tími verður svo mánudag 2.febrúar kl 19:45.
sjáumst hress
Sveinn T.

29. jan. 2015 10:01

"Skíðasvæði Dalvíkur" á facebook

Minnum á facebook-síðu skíðasvæðisins, þar eru uppfærðar fréttir á hverjum degi, myndir og ýmsir leikir í gangi. Núna er "Deila/like" leikur í gangi.
Lítið við
kv
Starfsmenn ;)

27. jan. 2015 23:57

Skjár Heimur og Skíðasamband Íslands bjóða þér að sjá heimsbikar í alpagreinum

Framundan er heimsmeistaramótið í alpagreinum sem fram fer í Vail / Beaver Creek í Bandaríkjunum í byrjun febrúar. Að því tilefni ætla SkjárHeimur og Skíðasamband Íslands að bjóða þér kynningaráskrift að Sportpakka SkjásHeims þar sem þú getur séð alla keppnina í beinni...
... meira

27. jan. 2015 19:48

Jónsmót 2015

Undirbúningur fyrir Jónsmót 2015 er í fullum gangi. Mótið verður haldið dagana 6-7. mars og verður með nokkuð hefðbundnu sniðið þ.e.a.s. stórsvig á föstudagskvöldi og svig og sund á laugardegi svo fremi sem veðurguðirnir verði okkur hliðhollir. Endanleg dagskrá og mótsboð...
... meira

26. jan. 2015 08:58

Andrea fánaberi á Ólympíuleikum Evrópuæskunnar

Dalvíkingurinn Andrea Björk Birkisdóttir var fánaberi Íslenska hópsins á setningarathöfn Ólympíulumleika Evrópuæskunnar sem fram fór í gærkvöld. Andrea er vel kunnug brekkunum okkar, og erum við fullviss um að það muni hjálpa henni í keppninni á komandi dögum.... Gangi þér...
... meira

25. jan. 2015 01:30

Byrjendakennsla á skíðum fyrir börn

Námskeið fyrir byrjendur hefst miðvikudaginn 28. janúar hjá Skíðafélagi Dalvíkur. Námskeiðið stendur í fimm daga og er ætlað börnum fæddum 2010 og fyrr. Skráning fer fram á skíðasvæðinu í síma 466 1010 eða á staðnum á opnunartíma fyrir kl. 17:00 þriðjudaginn 27....
... meira

21. jan. 2015 21:55

Langar þig að læra á skíði eða fríska upp á skíðafærni??

Skíðafélag Dalvíkur býður upp á fullorðinskennslu fyrir byrjendur og minna vana....
... meira

21. jan. 2015 14:18

Andrea á Ólympíuhátið Evrópuæskunnar.

Sunnudaginn 25. janúar n.k. verður 12. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sett í Vorarlberg í Austurríki. Í ár eru leikarnir samvinnuverkefni Ólympíunefnda Austurríkis og Liechtenstein. Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tilnefningar...
... meira

20. jan. 2015 23:05

Andrea Björk Birkisdóttir í kjöri um Íþróttamann UMSE 2014

Kjör íþróttamanns UMSE fer fram að Rimum í Svarfaðardal næsta fimmtudag, 22. janúar. kl. 18:00. Fulltrúi Skíðafélagsins er Andrea Björk Birkisdóttir....
... meira

20. jan. 2015 19:38

Dalvíkurmót 7-8. feb - takið helgina frá

Sjá dagskrá Dalvíkurmóts í viðhengi.

19. jan. 2015 10:32

Fullorðinskennsla (Byrjendur, minna vanir)

Góðan daginn, Takk fyrir komuna í gær á "Snjór um víða veröld". Frábært að sjá allar myndirnar á fésbókar-síðu svæðisins sem voru teknar á svæðinu í gær - takk fyrir að leyfa okkur að vera með á myndunum. Það voru greinilega margir sem voru að taka sínar fyrstu...
... meira

18. jan. 2015 10:20

Snjór um víða ver­öld í dag

Í dag sunnudag er Snjór um víða veröld sem er yfirskrift alþjóðlega snjódagsins sem Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir. Það þýðir að allir geta komið á skíði án þess að þurfa að greiða fyrir. Þá getur fólk fengið skíðabúnað í leigunni endurgjaldslaust....
... meira

17. jan. 2015 00:56

snjór um víða veröld World - snow - day

Um helgina verður opið frá klukkan 11 - 16....
... meira

11. jan. 2015 01:09

Snjóframleiðsla á skíðasvæðinu.

Í gær hóst snjóframleiðsla á Skíðasvæðinu hér á Dalvík í fyrsta skiptið á þessum vetri. Framleitt verður á meðan aðstæður verða góðar sem allt stenir í að verði fram á mánudag. Eins og undanfarin ár þá höfum við fengið til liðs við okkur fyrirtæki sem greiða...
... meira

10. jan. 2015 17:52

snjóbyssu vaktir

Núna er snjókerfið í gangi hjá okkur og gengur nokkuð vel að bæta snjó í brekkurnar til þess að breiða yfir þá hóla sem lítill snjór var orðin á....
... meira

10. jan. 2015 10:22

Laugardagur 10 janúar.

Góðan dag,...
... meira

8. jan. 2015 16:26

Lokað í dag 8.janúar vegan veðurs.

Því miður náum við ekki að keyra lyftur í dag vegna veðurs. Stefnum á opnun á morgun.
Verið velkomin í fjallið
Starfsmenn

7. jan. 2015 10:07

Opnunartímar skíðasvæðisins 2015

Góðan dag og takk fyrir gott start á skíðavertíðinni. Við munum standa vaktina í vetur og þjónusta gesti og skíðaunnendur eftir bestu getu....
... meira

4. jan. 2015 01:36

Foreldrafundur mánudaginn 5.janúar. Breytt æfingatafla

Forledrafundur Skíðafélags Dalvíkur verður Mánudaginn 5. Janúar frá kl. 18:00- 19:00...
... meira

1. jan. 2015 18:26

Opnun 2.janúar.

Á morgun 2.janúar verður skíðasvæðið opið frá kl 11:00 - 16:00.
Um helgina opnar svo samkvæmt auglýstum opnunartíma. (11:00 - 16:00)
Sjáumst hress í fjallinu.
Starfsfólk skíðasvæðisins ;)

31. des. 2014 16:14

Áramótakveðja.

Skíðafélag Dalvíkur óskar íbúum Dalvíkurbyggðar, gestum og velunnurum félagsins gleðilegs árs og þakkir fyrir samstarf og samveru á árinu sem er að líða.
Skíðasvæðið verður opnað aftur 2.janúar.

30. des. 2014 10:10

30.desember 2014 - opnun kl 12:00

Góðan daginn.

Kl 12:00: Það er að lægja hjá okkur og við ætlum að hafa opið frá kl 12:00 - 16:00 í dag.

kv
Starfsmenn

29. des. 2014 12:53

Opið í dag 29.desember.

Í dag er opið hjá okkur frá kl 11:00 -16:00, færið er frekar blautt enda 8°C en logn og fallegt veður. Á morgun 30.desember ætlum við að hafa opið frá kl 11:00 - 16:00 verið velkomin.

28. des. 2014 13:03

Opið á skíðasvæðinu.

Kl 12:50: Nú hefur lægt töluvert hér á skíðasvæðinu og búið er að opna lyftuna. Hér eru 8-10 metrar úr sv og mun svæðið verða opið til 16:00 ef aðstæður leyfa.

27. des. 2014 10:34

Opnunartími framm að áramótum

opnunartími fram að áramótum á skíðasvæðinu á dalvík verður sem hér segir...
... meira

Vefmyndavél í samvinnu við Sportvík

Vefmyndavél Dalvíkurbyggðar

Sjálfvirk veðurstöð við Dalvíkurhöfn

ogVodafone

Skíðasport.is

Sportvik.com

Flugfélag Íslands

Live-timing

© gulli.net 2001-2015
Gunnlaugur Jónsson
Skíðafélag Dalvíkur - Brekkuseli - 620 Dalvík
Sími: 466 1010 - Fax: 466 1005
skidalvik@skidalvik.is