Skíðafélag Dalvíkur Skíðafélag Dalvíkur  

Skíðasvæðið Böggvisstaðafjalli

Á svæðinu eru tvær lyftur, neðri lyftan er af gerðinni Leitner og er 700 metra löng. Beint í framhaldi af henni er lyfta af gerðinni Doppelmayer og er hún 500 metra löng, samtals 1.200 metra langar og fallhæðin er 322 metrar.
Einn snjótroðari sinnir daglegri troðslu á svæðinu og er annar til taks á álagstímum. Ný lýsing er á svæðinu, um 1.200 metra löng brekka er lýst. Snjóframleiðsla er á neðri hluta skíðasvæðisins.

Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli
Smelltu á myndina til að fá stærri mynd (70 KB)

Lyftugjöld

  Fullorðnir Börn Félagsmenn Nemakort Æfingabörn Aldraðir og öryrkjar Leikskólabörn
Árskort 25.000 10.000 18.000 15.000 5.000 10.000 Frítt
Helgarpassi 7.500 2800
Dagskort 3.300 1300
2 klst 2.400 1000
1 klst 1.700 800

* Helgarpassinn er þrír dagar, föstudagur, laugardagur og sunnudagur
Fullorðnir teljast þeir sem fæddir eru 1999 og fyrr
Börn sem fædd eru 2011 og síðar borga ekki lyftugjöld en við mælum endregið með að keypt séu handa þeim lykilkort. Þau kosta 1000 kr.
Bendum einnig á að lykilkort eru þægilegur kostur fyrir þá sem kaupa dagskort.

Athugið að ef ekki er gengið frá greiðslu vetrarkorta á auglýstum skráningardögum eða á fyrsta skíðadegi þarf að greiða daggjöld. Við hvetjum þá sem ætla að kaupa vetrarkort að gera það strax.

Önnur gjöld

  Verð
Aukaopnun per klst 15.000
Key-card 1.000

Opnunartímar

Mánudagar 15:00 - 19:00
Þriðjudagar fram í miðjan feb. Lokað
Miðvikudagar 15:00 - 19:00
Fimmtudagar 15:00 - 19:00
Föstudagar 15:00 - 19:00
Laugardagar 10:00 - 16:00
Sunnudagar 10:00 - 16:00

Upplýsingar má finna á Facebook síðu svæðisins

Við erum mjög sveigjanleg með opnunartíma þegar hópar eru hjá okkur og opnum svæðið utan hefðbundins tíma sé þess óskað.

Nánari upplýsingar um svæðið fást hjá starfsmönnum þess á opnunartíma í símum 466 1010. Umsjónamaður svæðisins er Kári Ellertsson í síma 891 6299.

Brettaaðstaða

Aðstaða fyrir brettafólk er góð, landslagið mjög fjölbreitt og stutt að fara fyrir þá sem vilja ganga á fjöll.

Skíðaleiga

Skíðaleiga er á staðnum og eru skíði og skór frá barnastærðum upp í fullorðinsstærðir.

Verðskrá

  Börn Fullorðnir
Skíði/bretti 1.300 2.600
Aukadagur 1.000 1.500
Skíða-/brettaskór 1.200 2.400
Aukadagur 700 1.400
Skíði/bretti allur pakkinn 2.100 4.200
Aukadagur 1.250 2.500

Skíðakennsla

Hægt er að fá skíðakennslu um helgar og er kennd ein klst í senn gegn gjaldi.

Skíðaganga

Gott göngusvæði er í nágrenni skíðasvæðisins og fjölmargar gönguleiðir út frá því. Gönguhringur er troðinn daglega ef aðstæður leyfa. Hringurinn er um 2 km langur og liggur um hólana umhverfis Brekkusel, sem er skáli félagsins, og niður að Sundlaug Dalvíkur sem er í um 500 metra fjarlægð frá skíðasvæðinu.

Skíðaskálinn Brekkusel

Sjálfvirk veðurathugunarstöð á Hámundarhálsi við Dalvík

Vefmyndavél í samvinnu við Sportvík

Vefmyndavél Dalvíkurbyggðar

Veðrið í Böggvisstaðafjalli
í boði Kötlu og Sportferða

Sjálfvirk veðurstöð við Dalvíkurhöfn

Skráning í Jónsmót 2016

ogVodafone

Skíðasport.is

Sportvik.com

Flugfélag Íslands

Live-timing

© gulli.net 2001-2018
Gunnlaugur Jónsson
Skíðafélag Dalvíkur - Brekkuseli - 620 Dalvík
Sími: 466 1010 - Fax: 466 1005
skidalvik@skidalvik.is