Hegðunarviðmið

Almenn hegðunarviðmið:

 • Það eru allir á skíðum á eigin forsendum.
 • Virðum öll gildi og reglur Skíðafélagsins.
 • Metið framlag allra félagsmanna að verðleikum.
 • Sýnum öll jákvæða hegðun og hvetjum alla til betri árangurs.
 • Tölum alltaf fyrir heilbrigðum lífsstíl.
 • Virðum rétt og skoðanir hvers og eins óháð kyni, kynstofni, trúarbrögðum eða kynhneygð.
 • Virðum rétt hvers og eins til að fara sínar eigin leiðir.
 • Völlurinn er nógu stór fyrir alla hvenær sem er, virðum það.
 • Styðjum og hvetjum alla til góðra verka
 • Leysum ágreining í sameiningu án fjandskapar.
 • Komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur.
 • Vinnum saman og gerum alltaf okkar besta.
 • Fylgjum reglum íþróttarinar og virðum niðurstöður dómara.
 • Samþykkjum aldrei ofbeldi eða hatursáróður og höfum hugfast að einelti er líka ofbeldi.

Foreldri/forráðamaður hafðu ávallt hugfast að:

 • Barnið þitt er í íþróttum vegna eigin ánægju.
 • Hvetja barnið þitt til þátttöku í íþróttum.
 • Hvetja barnið þitt til að fara eftir og virða reglur íþróttarinnar
 • Styðja og hvetja öll börn og ungmenni
 • Vera jákvæður, bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur, innan vallar sem utan.
 • Gera aldrei grín að barni eða hrópa að því ef það gerir mistök.

Iðkandi (yngri) þú ættir að:

 • Sýna öllum iðkendum virðingu, jafnt samherjum sem mótherjum.
 • Sýna öðrum virðingu og vera heiðarlegur og opinn gagnvart þjálfara og forystufólki félagsins sem ber ábyrgð á þér við æfingar og keppni.
 • Forðast neikvætt tal eða niðurlægjandi köll um samherja, mótherja, dómara, þjálfara eða starfsmenn félagsins.

Iðkandi (eldri) þú ættir að:

 • Sýna ávallt öðrum virðingu, jafnt í meðbyr sem mótbyr.
 • Virða alltaf reglur og venjur varðandi heiðarleika í íþróttum.
 • Hafa heilbrigði alltaf að leiðarljósi og forðast að taka áhættu varðandi heilsu þína
 • Bera virðingu fyrir hæfileikum og getu andstæðinga ykkar
 • Forðast neikvæð ummæli eða skammir.
 • Vera heiðarleg(ur) og opinn í samvinnu við þjálfara og aðra sem styðja þig.
 • Taka sjálfur höfuðábyrgð á framförum þínum og þroska.
 • Vera ávallt til fyrirmyndar varðandi framkomu, jafnt utan brautar sem innan.
 • Hafa hugfast að þú ert fyrirmynd yngri iðkenda.
 • Forðast náin samskipti við þjálfara þinn.
 • Neyta aldrei ólöglegra lyfja til að bæta árangur þinn.

Þjálfari:

 • Meðhöndlaðu alla iðkendur á einstaklingsgrunni og á þeirra forsendum.
 • Styrktu jákvæða hegðun og framkomu.
 • Sjáðu til þess að þjálfun og keppni sé við hæfi iðkenda með tilliti til aldurs, reynslu og hæfileika.
 • Kenndu iðkendum þínum lög og reglur leiksins
 • Fáðu iðkendur til að vera með í ákvörðunum sem tengjast þeim og kenndu þeim að bera ábyrgð á eigin hegðun og framförum í íþróttinni.
 • Vertu réttlátur, umhyggjusamur og heiðarlegur gagnvart iðkendum þínum.
 • Sýndu athygli og umhyggju þeim iðkendum sem orðið hafa fyrir meiðslum.
 • Leitaðu samstarfs við aðra þjálfara og sérfræðinga þegar þess þarf.
 • Viðurkenndu rétt iðkandans til þess að leita ráða frá öðrum þjálfurum.
 • Beittu aldrei kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu áreiti.
 • Taktu aldrei að þér akstur iðkenda, hvorki á mót né æfingar, nema með leyfi foreldra
 • Sinntu iðkendum á æfingum en þess utan skaltu halda þig í faglegri fjarlægð
 • Vertu meðvitaður um hlutverk þitt sem fyrirmynd, bæði utan brautar og innan.
 • Notfærðu þér aldrei aðstöðu þína sem þjálfari til að uppfylla eigin áhuga á kostnað iðkandans.
 • Hafðu ávallt í huga að þú ert að byggja upp fólk, bæði líkamlega og andlega.
 • Forðastu að koma þér í þá aðstöðu að þú sért einn með iðkanda.

Stjórnarmaður / starfsmaður

 • Stattu vörð um anda og gildi félagsins og sjáðu um að hvorttveggja lifi áfram meðal félagsmanna
 • Hafðu lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri.
 • Haltu félagsmönnum vel upplýstum og gerðu félagsmenn að þátttakendum í ákvarðanatöku eins og hægt er.
 • Vertu ávallt til fyrirmyndar varðandi hegðun og framkomu, bæði innan félags og utan.
 • Taktu alvarlega þá ábyrgð sem þú hefur gagnvart félaginu og félagsmönnum
 • Hafðu ávallt í huga að í félaginu er verið að byggja upp fólk.
 • Rektu félagið ávallt eftir löglegum og ábatasömum reikningsaðferðum.
 • Notfærðu aldrei stöðu þína hjá félaginu til eigin framdráttar á kostnað félagsins.

Dalvík, desember 2015