Saga jónsmóts

JÓNSMÓT MINNINGARMÓT UM JÓN BJARNASON.

Skíðafélag Dalvíkur heldur árlega skíðamót með sundívafi sem
haldið er til minningar um Jón Bjarnason, sem var einn af stofnendum
félagsins. Mótið fer fram fyrstu dagana í mars. Það er ætlað 
9-13 ára börnum af öllu landinu. Keppni er að hluta til með óhefðbundnu sniði, keppt er í stórsvigi (1 umferð), 25 metra bringusundi í 9-10 ára flokki, 50 m bringusundi í 11-13 ára flokki og svigi (2 umferðir). Verðlaun eru veitt fyrir hverja grein í hverjum aldursflokki og einnig eru veitt verðlaun fyrir tvíkeppni, þ.e. stórsvig/sund. Þá er veittur Jóhannsbikar, sem er veittur því félagi sem sýnir af sér jákvætt og skemmtilegt yfirbragð þar sem dómnefnd tekur saman hegðun og hugarfar hvers liðs. Þar eru allir teknir með í reikninginn, börnin, þjálfarar, farastjórar og foreldrar.