Jónsmót

Skíðafélag Dalvíkur heldur árlega skíðamót með sundívafi sem
haldið er til minningar um Jón Bjarnason, sem var einn af stofnendum
félagsins.

Mótið er ætlað 9-13 ára börnum af öllu landinu. Keppni er að hluta til með óhefðbundnu sniði, keppt er í stórsvigi (1 umferð), 25 metra bringusundi í 9-10 ára flokki, 50 m bringusundi í 11-13 ára flokki og svigi (2 umferðir). Verðlaun eru veitt fyrir hverja grein í hverjum aldursflokki og einnig eru veitt verðlaun fyrir tvíkeppni, þ.e. stórsvig/sund. Þá er veittur Jóhannsbikar, sem er veittur því félagi sem sýnir af sér jákvætt og skemmtilegt yfirbragð þar sem dómnefnd tekur saman hegðun og hugarfar hvers liðs. Þar eru allir teknir með í reikninginn, börnin, þjálfarar, farastjórar og foreldrar.