- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Á facebooksíðu Jónsmótsins mun verða hægt að nálgst allar upplýsingar um Jónsmótið ráslistar ættu að verða komnir inn að kvöldi fimmtudags
Hér fyrir neðan er mótsboð/dagskrá Jónsmóts ásamt skráningareyðublaði og viljum við vinsamlegast biðja forsvarsmenn félaga að skrá keppendur á eyðublaði og skyla því til mótanefndar á emalið jonsmot@gmail.com
https://www.facebook.com/Jonsmot.skidalvik/
JÓNSMÓT
MINNINGARMÓT UM JÓN BJARNASON
3-5. Mars 2023
Ágæti viðtakandi
Skíðafélag Dalvíkur boðar til árlegs skíðamóts með sundívafi sem haldið er til minningar um Jón Bjarnason, sem var einn af stofnendum félagsins. Mótið fer fram dagana 3-5. mars n.k. Það er ætlað 9-13 ára(2009-20013) börnum af öllu landinu. Keppni er að hluta til með óhefðbundnu sniði, keppt verður í stórsvigi (1 umferð), 25 metra bringusundi í 9-10 ára flokki, 50 m bringusundi í 11-13 ára flokki og svigi (2 umferðir). Verðlaun verða veitt fyrir hverja grein í hverjum aldursflokki og einnig verða verðlaun fyrir tvíkeppni, þ.e. stórsvig/sund. Mótsgjald er 7.000 krónur á keppanda, innifalið í mótsgjaldi eru lyftugjöld fyrir keppendur á keppnisdögum, hressing í fjalli, veitingar á mótslitum og aðgangur í sundlaug.
Mótshaldarar áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og eigi hér á Dalvík góða og skemmtilega helgi. Þátttöku skal tilkynna á netfangið jonsmot@gmail.com fyrir 28.febrúar. ATH fylla þarf út skráningarblað í viðhengi.
Ef frekari upplýsinga er óskað þá er hægt að senda tölvupóst á netfangið jonsmot@gmail.com
Bestu kveðjur, Mótanefnd Skíðafélags Dalvíkur
DAGSKRÁ
Fimmtudagur 2. mars Kl 20:00 - Fararstjórafundur / Upplýsingafundur. RAFRÆNT.
Kl. 18:00 Afhending númera í Brekkuseli - Númera standur.
Kl. 18:45 Brautarskoðun 11-13 ára
Kl. 19:30 Start 11-13 ára (ath aðeins ein ferð)
Kl. 20:15 Verðlaunaafhending við Brekkusel.
Kakó og kringlur strax að keppni lokinni
SVIG 11-13 ára
Kl. 09:30 Brautarskoðun 11-13 ára fyrri ferð (Ingubakki - hæ. Við neðri lyftu)
Kl 10:15 Fyrri ferð svig 11--13 ára.
Kl: 11:45 Seinni ferð svig 11-13 ára.
Verðlaunaafhending að lokinni keppni
Kókómjólk og grilluð pylsa
Kl.1130 Númeraafhending 9-10 ára - Númerastandur við Brekkusel.
STÓRSVIG
Kl: 12:30 Brautarskoðun 9-10 ára
Kl: 13:30 Start 9-10- ára Stórsvig (ath aðeins ein ferð)
Verðlaunaafhending við Brekkusel að lokinni keppni.
SUND Áætlauð dagskrá
Kl. 15:30 Start sund.
Pizzuveisla, verðlaunaafhending og mótslit strax að sundi loknu.
Kl. 09:30 Brautarskoðun 9-10 ára fyrri ferð
Kl 10:15 Fyrri ferð svig 9-10 ára
Kl: 11:30 Seinni ferð 9-10 ára
ATH svig 9-10 ára er keyrt í stubbum
Kakó og kringlur strax að keppni lokinni
Verðlaunaafhending við Brekkusel að lokinni keppni.