12 - 15 ára hópurinn komin af stað inn í nýja skíðavertíð.

Hópurinn í lok dags ásamt þjálfara sínum. Á myndina vantar nokkra sem þurftu frá að hverfa áður en m…
Hópurinn í lok dags ásamt þjálfara sínum. Á myndina vantar nokkra sem þurftu frá að hverfa áður en myndin var tekin.

Eins og undanfarin ár hóf æfingahópurinn í 12 -15 ára skíðavertíðina á áheitasöfnun. Í síðustu viku gengu krakkarnir í hús í sveitarfélaginu og söfnuðu áheitum, en verkefnið var eins og áður að hreinsa rusl í Svarfaðardal og Skíðadal. Hefur hópurinn gert þetta undanfarin ár, og var það samdóma álit þeirra sem hafa staðið að þessu undanfarin ár að aldrei hefur verið eins lítið rusl eins og í ár.  Fyrsta árið sem farið var í slíka hreinsun var ruslið tekið í nokkrar kerrur, þar voru bíldekk, tunnur ýmiskonar, rulluplast, vegstikur og mikið magn af öllu. En í ár, náðum við rétt að fylla í eina kerru. Eftir að búið var að tína ruslið, skelltu krakkarnir sér svo á hlólin og hjóluðu sveitahringinn og enduðu svo daginn á hamborgurum. Við viljum nota tækifærið og þakka öllum sem studdu krakkana í þessu verkefni, að ári munum við leita á önnur mið í rulsatínslu innan sveitarfélagsins, og treystum því að vegfarendur í dölunum haldi áfram að standa síg í því að passa ruslið sitt.