Fréttir

Aðalfundur

Lesa meira

Aðalfundur

Lesa meira

Andrésar Andar leikarnir 2023

Dagana 19.-22.apríl sl fóru 47. Andrésar andarleikarnir fram á Akureyri. Eins og alltaf var Skíðafélag Dalvíkur með glæsilegan hóp þátttakenda, en þetta árið fóru 94 keppendur sem ýmist voru á svigskíðum eða brettum. Fyrir utan keppendur var einnig stór hópur foreldra, þjálfara og farastjóra og má reikna með að allur hópurinn hafi verið uþb 150 manns. Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel hvort sem var í brekkunum eða utan þeirra. Á andrésarleikum er verðlaunað í hlutfalli við fjölda keppenda, 8.ára og yngri fá þátttökuverðlaun.
Lesa meira

Firmakeppni 2023 Úrslit.

Þá er firmakeppni lokið og tókst vel til. Um 40 keppendur voru skráðir til leiks og annað eins af fyrirtækjum. Þökkum við öllum fyrir þátttökuna bæði keppendum og fyrirtækjum. Úrslitin urðu þannig að sigurvegari var Torfi Jóhann Sveinsson sem keppti fyrir Miðlarinn, öðru sæti var Álfgrímur Bragi Jökulsson sem keppti fyrir Steypustöðin Dalvík og í þriðja sæti var Maron Björgvinsson sem keppti fyrir Tréverk.
Lesa meira

Firmakeppni 2023

Á morgun mánudag 10.apríl (annan í páskum) Slúttum við páskunum á hefðbundinn hátt á Firmakeppni. Hún fer fram sem samhliðasvig með forgjöf. Skráning í Brekkuseli milli kl 10:00 - 10:30 - áætlum að hefja keppni kl 11:00. Sjáumst hress í fjallinu á morgun 😉
Lesa meira

Jóhanna og Torfi Bikarmeistarar eftir "mótamars 2023"

Undanfarnar vikur hafa verið mjög annasamar hjá SkíDalvik, en vegna erfiðra snjóskilirða á landinu röðuðust öll mót vetrarins á helgarnar í mars. Mánuðurinn byrjaði á Jónsmóti hér á Dalvík, en mótið gékk mjög vel og aðstæður nokkuð góðar. Þá tók við Bikarmót á Akureyri hjá 12 - 15 ára krökkunum þangað fóru 11 keppendur frá Skíðafélaginu. Næstu helgi þar á eftir var komið að okkur að halda bikarmót. Á Dalvík mættu 103 keppendur af öllu landinu, en á sama tíma fóru þeir félagar og frændur Torfi og Dagur í Bláfjöllin og kepptu á fjórum FIS/ENL mótum. Um síðustu helgi fór svo unglingameistaramótið hjá 12-15 ára fram í Bláfjöllum við flottar aðstæður þó svo að snjóalög hafi verið vel undir meðallagi. Þessa helgina enduðum við svo vertíðina hjá fullorðinsflokk en Skíðamót Íslands fór fram hér á Dalvík í samvinnu með Akureyringum. Aðstæður voru krefjandi en mótið gékk mjög vel í alla staði.
Lesa meira