Fréttir

Barri Björgvinsson með sigur í Svigi í Andorra.

Eins og áður hefur komið fram er Barri Björgvinsson aö keppa á alþjóðlegu FIS móti í Andorra. Í dag gerði hann sér lítið fyrir og sigraði í svigi í flokku U14. Barri var fyrstur eftir fyrri ferð með 0.22 sek á næsta mann. Í senni ferð bætti okkar maður í og sigraði mótið með 1.13 sek. Um 70 drengir 12-13 ára tóku þátt í mótinu, sem var keyrt við nokkuð krefjandi aðstæður. Til hamingju Barri
Lesa meira

Barri Björgvinsson á alþjóðlegu skíðamóti í Andorra.

Þessa dagana tekur Barri Björgvinsson þátt á sínu fyrsta alþjóðlega skíðamóti. Mótið er FIS mót fyrir 12-13 ára og haldið í Andorra. Í gær var keppt í stórsvigi, og hlektist Barra á og náði því ekki að klára fyrri ferð. Í dag var keppt í svigi, og eftir fyrri ferð er Barri með besta tímann með rúmlega 0.20 sek á næsta mann. Seinni ferðin verður farin um 12.30 á íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með okkar manni hér : https://fae.live-timing.net/race/and-grandvaliraresorts-ordino-arcalis-trofeu-borrufa-2025_38427.html
Lesa meira

Skíðasvæðið opnar á morgun laugardag 4.janúar

Á morgun laugardaginn 4. Janúar verður skíðasvæðið opnað í fyrsta skiptið í vetur. Opið verður frá 12:00 til 16:00 og að venju er frítt í fjallið á fyrsta opnunardegi. Opið verður í Ingubakka, Barnabrekku og Neðri Lyftubrekku en þó aðeins niður að 3 mastri. Að Brekkuseli þarf fyrst um sinn að renna sér niður Barnabrekkuna norðan við 3 mastur. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi eru framkvæmdir við nýbyggingu sunnan Brekkusels. Hefðbundin leið að Brekkuseli niður Neðri Lyftubrekku verður fær á næstu dögum. Við biðjum því alla sem koma á skíði að taka tillit til þessara aðstæðna og fara varlega. Ekki hægt að ábyrgjast að fullu að snjórinn hylji allt og biðjum við því skíðafólk að taka tillit til þess. Vetrarkortasalan hefst einnig á morgun laugardag. Opnun næstu daga verður sett á miðla félagsins á morgun.
Lesa meira

Skíðasvæðið opnar á næstu dögum.

Nú er mjög stutt í að við getum opnað skíðasvæðið eftir að hafa framleitt mikið af snjó síðustu dagana á árinu.
Lesa meira

Staðan á skíðasvæðinu.

Eins og fram kom í pistli á miðlum félagsins um miðjan nóvember þá er mikið um að vera á skíðasvæðinu og verður áfram á meðan bygging aðstöðuhússins stendur yfir.
Lesa meira

Til upplýsinga um troðslu á brekkum.

Áður hefur verið sagt frá því að það er komin annar snjótroðari á skíðasvæðið sem verður mikil bylting í allri troðslu.
Lesa meira