Fréttir

Almennur félagsfundur 17.júlí á Rimum

Stjórn Skíðafélags Dalvíkur boðar til almenns félagsfundar til kynningar og upplýsinga um málefni, núverandi verkefni og starfsemi félagsins. Fundurinn verður haldinn að Rimum miðvikudaginn 17. júlí kl. 18:00 Sumarkveðjur, stjórnin
Lesa meira

Elsti æfingahópur í áheitasöfnun.

Um sl helgi var elsti æfingahópur Skidalvik (12-15ára) mjög áberandi í Svarfaðardal og Skíðadal. Hópurinn hjólaði tíu "sveitahringi" eða um 250 km, samhlliða því var tínt rusl á veginum og meðfram veginum um dalinn og á uppfyllingu við Hrísatjörn.
Lesa meira

Lokahóf Skíðafélagsins

Lokahóf Skíðafélags Dalvíkur fer fram mánudaginn 13.maí kl.17:30 í Dalvíkurskóla. Veittar verða ýmsar viðurkenningar fyrir mót og annan góðan árangur. Að lokum er öllum boðið í pylsugrill. Hlökkum til að eiga góða stund saman. Stjórn SKD og forledrafélagið
Lesa meira

Firmakeppni 2019

Í dag fór fram síðasta skíðamót vetrarins, en það var firmakeppnin. Vegna aðstæðna í fjallinu þurfti að bregða út fra fyrri hefð á firmakeppni sem venjulega er keyrð sem tveggjabrautakeppni (samhliðasvig) með forgjöf. En í ár var einungis ein braut, en tímataka keppenda var ræst í mismunandi hliðum allt eftri aldri.
Lesa meira

Firmakeppni Skíðafélagsins

Að vanda verður slegið í hina árlegu frimakeppni. Þrátt fyrir að skíðasvæðið sé farið að láta á sjá, þá sjáum við fram á að geta slúttað vertíðinni með firmakeppni. Í ár verður þó nýtt fyrirkomulag sem verður kynnt sérstaklega á morgun fyrir keppni. Mæting keppenda er kl 10:00 og hefst keppni kl 10:30 - Skráning á staðnum.
Lesa meira

Fjórir hlutu silfurmerki SKÍ

Á verðlauna-afhendingu fyrir stórsvig sem haldin var í Bergi um síðustu helgi, var fjórum félagsmönnum veitt silfurmerki SKÍ. Það var formaður skíðasambandsins Einar þór Bjarnason sem veitti viðukenningarnar.
Lesa meira

Vorboðinn

Eins og margir hafa tekið eftir hefur verið óvenju líflegt í fjallinu undanfarna morgna. Segja gárungar að þetta sé einn af vorboðunum, þegar skíðakrakkarnir séu komnir á kreik við sólarupprás. Um 20 krakkar ásamt þjálfurum og foreldrum hafa stundað æfingar frá 0600 - 0730, og er það gert til að nýta aðstæður sem best þar sem sólin skýn í brekkuna og aðstæður til brautakeyrsu oft mjög erfiðar og jafnvel hættulegar seinnipart dags.
Lesa meira

Skíðalandsmót Íslands

Um sl belgi fór Skíðamót Íslands fram hér í böggvisstaðafjalli. Aðstæður voru eins og best var á kosið, sól, logn og brekkurnar harðar. Við áttum þrjá drengi sem kepptu á mótinu, en Andrea Björk gat ekki tekið þátt vegna meiðsla sem hún hlaut fyrr í mánuðinum.
Lesa meira

Skíðamót Íslands hefst á morgun.

Á morgun hefst keppni í alpagreinum á skíðamóti Íslands. Aðstæður í Böggvisstaðafjalli eru nokkuð góðar og lofar veðurspá einnig góðu svo allt stefnir í góða daga í fjallinu. Keppni hefst kl 10:00 á stórsvigi. Hægt verður að fylgjast með mótinu á Facebooksíðu mótsins
Lesa meira