Fréttir

Fjórir hlutu silfurmerki SKÍ

Á verðlauna-afhendingu fyrir stórsvig sem haldin var í Bergi um síðustu helgi, var fjórum félagsmönnum veitt silfurmerki SKÍ. Það var formaður skíðasambandsins Einar þór Bjarnason sem veitti viðukenningarnar.
Lesa meira

Vorboðinn

Eins og margir hafa tekið eftir hefur verið óvenju líflegt í fjallinu undanfarna morgna. Segja gárungar að þetta sé einn af vorboðunum, þegar skíðakrakkarnir séu komnir á kreik við sólarupprás. Um 20 krakkar ásamt þjálfurum og foreldrum hafa stundað æfingar frá 0600 - 0730, og er það gert til að nýta aðstæður sem best þar sem sólin skýn í brekkuna og aðstæður til brautakeyrsu oft mjög erfiðar og jafnvel hættulegar seinnipart dags.
Lesa meira

Skíðalandsmót Íslands

Um sl belgi fór Skíðamót Íslands fram hér í böggvisstaðafjalli. Aðstæður voru eins og best var á kosið, sól, logn og brekkurnar harðar. Við áttum þrjá drengi sem kepptu á mótinu, en Andrea Björk gat ekki tekið þátt vegna meiðsla sem hún hlaut fyrr í mánuðinum.
Lesa meira

Skíðamót Íslands hefst á morgun.

Á morgun hefst keppni í alpagreinum á skíðamóti Íslands. Aðstæður í Böggvisstaðafjalli eru nokkuð góðar og lofar veðurspá einnig góðu svo allt stefnir í góða daga í fjallinu. Keppni hefst kl 10:00 á stórsvigi. Hægt verður að fylgjast með mótinu á Facebooksíðu mótsins
Lesa meira

Skíðamót Íslands í alpagreinum í Böggvisstaðafjalli.

Helgina 6-7.apríl nk mun Skíðamót Íslands í alpagreinum verða haldið í Böggvisstaðafjalli. Mótið átti að fara fram á Ísafirði, en vegna aðstæðna var mótið fært til Dalvíkur. Aðstæður í Böggvisstaðafjalli eru hinar bestu og vonumst við til að svo verði áfram. Næstu dagar fara í það að skipuleggja framkvæmd mótsins, en við venjulegar aðstæður er slíkt mót skipulagt til þaula á nokkrum mánuðum. Því munu við þurfa að láta hendur standa fram úr ermum svo að allt gangi upp.
Lesa meira

Guðni Berg annar í svigi í Bláfjöllum.

Um sl. helgi fóru fram tvö svigmóti í Bikarkeppni SKÍ, mótin voru einnig FIS mót. Keppt var í Bláfjöllum við ágætar aðstæður. Okkar maður Guðni Berg gerði fína ferð og endaði annar í báðum mótum, aðeins hársbreidd frá sigurvegaranum í flokki 16-17 ára. Fyrir mótin fékk Guðni um 123 FIS stig sem er bæting hjá honum á FIS-lista. Næstu verkefni hjá Guðna eru Atomic-cup og Skíðamót Íslands, en óvitað er hvar mótin verða keyrð þar sem víða á landinu eru aðstæður erfiðar til mótahalds.
Lesa meira

Starfsmenn á Jónsmót

vinna við Jónsmót er í fullum gangi og nú leitum við eftir starfsfólki
Lesa meira

Dalvíkurmót 2. - 3. Mars

Dalvíkurmót verður haldið 2. - 3. Mars Keppt verður í svigi á laugardaginn og stórsvigi á Sunnudaginn
Lesa meira

Skíðin "preppuð".

Í gær stóð foreldrafélagið fyrir "skíða-preppi" fyrir æfingakrakka og foreldra. Óhætt er að segja að viðtökur hafi verið góðar , en rúmlega 40 pör fóru í gegnum "prepp-maskínuna". Voru það nokkrir velunnarar sem tóku að sér að yfirfara skíðin, brýna og bræða.
Lesa meira

Andrea gerði sína bestu punkta í Kirkerud í dag.

Í dag tók Andrea Björk þátt í físmóti í Kirkerud í Noregi. Skemmst er frá því að segja að hún gerði sína bestu punkta í svigi eða 44.72 FIS-punkta. Andrea endaði í 20 sæti 2.46 sek á eftir sigurvegaranum. Á morgun er annað svig mót í Kirkerud sem Andrea tekur þátt í. Til hamingju með árangurinn Andrea.
Lesa meira