07.10.2019
Þrátt fyrir einmuna veðurblíðu undanfarnar vikur, er kominn hugur í skíðamannskapinn. En um helgina var vaskur hópur sem mætti í fjallið til að undirbúa snjósöfnun. Reistar voru nýjar girðinar og eldri girðingar fengu upplyftingu. Áætlað er að halda verkinu áfram um næstu helgi. Allir sem geta aðstoðað, eru velkomnir. Mæting í Brekkusel kl 09.00, þar verður sameinað í bíla og ekið upp á topp.
Lesa meira
21.09.2019
Framhaldsaðalfundur Skíðafélags Dalvíkur verður haldinn í Brekkuseli þriðjudaginn 1. október kl. 18:30
Eitt mál er á dagskrá: Stjórnarkjör
Skíðafélag Dalvíkur
Lesa meira
10.09.2019
Skíðafélag Dalvíkur mun standa fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum þrekæfingum tvisvar í viku undir vaskri stjórn Sveins Torfasonar þjálfara. Æfingarnar eru í boði fyrir öll ungmenni frá 7. bekk og eldri og eru óháðar annarri íþróttaiðkun.
Á mánudögum er um útiæfingar að ræða frá kl. 17:30-18:30 og á fimmtudögum verður æft í íþróttahúsinu frá kl. 18:-19:00.
Lesa meira
05.09.2019
Miðvikudaginn 17. júlí sl. stóð stjórn Skíðafélags Dalvíkur fyrir almennum félagsfundi að Rimum. Ástæður fundar á þessum árstíma voru m.a. erfið fjárhagsstaða félagsins og fyrirhugaðar breytingar á rekstrarumhverfi, deiliskipulag í fólkvangi auk landbreytinga sem eru framundan á skíðasvæðinu. Fundurinn var fámennur en góður og full þörf á kynningu þessarra málefna.
Lesa meira
13.07.2019
Stjórn Skíðafélags Dalvíkur boðar til almenns félagsfundar til kynningar og upplýsinga um málefni, núverandi verkefni og starfsemi félagsins. Fundurinn verður haldinn að Rimum miðvikudaginn 17. júlí kl. 18:00
Sumarkveðjur, stjórnin
Lesa meira
27.05.2019
Um sl helgi var elsti æfingahópur Skidalvik (12-15ára) mjög áberandi í Svarfaðardal og Skíðadal. Hópurinn hjólaði tíu "sveitahringi" eða um 250 km, samhlliða því var tínt rusl á veginum og meðfram veginum um dalinn og á uppfyllingu við Hrísatjörn.
Lesa meira
08.05.2019
Lokahóf Skíðafélags Dalvíkur fer fram mánudaginn 13.maí kl.17:30 í Dalvíkurskóla.
Veittar verða ýmsar viðurkenningar fyrir mót og annan góðan árangur. Að lokum er öllum boðið í pylsugrill.
Hlökkum til að eiga góða stund saman.
Stjórn SKD og forledrafélagið
Lesa meira
22.04.2019
Í dag fór fram síðasta skíðamót vetrarins, en það var firmakeppnin. Vegna aðstæðna í fjallinu þurfti að bregða út fra fyrri hefð á firmakeppni sem venjulega er keyrð sem tveggjabrautakeppni (samhliðasvig) með forgjöf. En í ár var einungis ein braut, en tímataka keppenda var ræst í mismunandi hliðum allt eftri aldri.
Lesa meira
21.04.2019
Að vanda verður slegið í hina árlegu frimakeppni. Þrátt fyrir að skíðasvæðið sé farið að láta á sjá, þá sjáum við fram á að geta slúttað vertíðinni með firmakeppni. Í ár verður þó nýtt fyrirkomulag sem verður kynnt sérstaklega á morgun fyrir keppni. Mæting keppenda er kl 10:00 og hefst keppni kl 10:30 - Skráning á staðnum.
Lesa meira