Fréttir

Velheppnuðu Bikarmóti lokið.

Eins og áður hefur komið fram var fyrsta bikmót í flokkum 12-15 ára haldið í Böggvisstaðafjalli af skíðafélögunum á Dalvík og Ólafsfirði um helgina. Keppendur voru rétt um 90 talsins auk þeirra voru einnig áhangendur, foreldrar og þjálfarar. Mótið heppnaðist mjög vel og aðstæður til keppnishalds hinar bestu, þrátt fyrir erfiða tíð það sem af er vetri.
Lesa meira

Fyrsta bikarmót vetrarins.

Um komandi helgi verður fyrsta bikarmót vetrarins í flokkum 12 - 13 ára og 14 - 15 ára haldið í Böggvisstaðafjalli. Það eru skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði sem halda mótið. Keppt verður í svigi á laugardag og stórsvigi á sunnudag. Hátt í 80 keppendur eru skráðir til leiks. Aðstæður eru mjög góðar til keppnishalds, þrátt fyrir tíðarfar undanfarnar vikur.
Lesa meira

Snjór um víða veröld (World Snow Day)

Snjór um víða veröld verður haldinn hátíðlegur á skíðasvæði Dalvíkur sunnudaginn 20. janúar
Lesa meira

Skíðaleigan endurnýjuð.

Á haustdögum var ákveðið að fara í endurbætur á skíðaleigu félagsins. Ákveðið var að stækka aðstöðuna ásamt því að endurnýja búnað að töluverðu leiti.
Lesa meira

Íþróttamaður UMSE 2018

í gær laugardag 12. janúar fór fram kjör á íþróttamanni UMSE. Hófið fór fram í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Fulltrúi skíðafélagsins í kjörinu var Andrea Björk Birkisdóttir, en Amanda Guðrún Bjarnadóttir var kjörin íþróttamaður UMSE 2018. Samhliða tilnefningunni voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur aðildafélaga á síðasta ári. Þar átti skíðafélagið nokkuð marga fulltrúa.
Lesa meira

Keppnistímabilið hafið hjá Guðna Berg.

Guðni Berg Einarsson keppti á sínum fyrstu FIS mótum um miðjan desember sl. Fyrstu mótin voru 16. desember á Akureyri þar sem keyrð voru tvö svigmót (ENL). Eins og svo oft áður þurftu mótshaldarar að aðlaga móthald veðri og vindum og voru því bæði mótin keyrð sama daginn. Í kjölfarið fór Guðni ásamt fleirum til Noregs þar sem krakkarnir kepptu á nokkrum mótum í Aal.
Lesa meira

Sturla Snær mættur í fjallið

Heimsbikarmótsfarinn Sturla Snær Snorrason er mættur á svæðið, enda aðstæður til æfinga hinar bestu. Á svæðinu eru einnig 50 æfingakrakkar víðsvegar af landinu á samæfingu Skíðasambandsins og Skíðafélagsins.
Lesa meira

Opnun yfir jólin

Skíðasvæðið verður opið alla daga fram til jóla. Á virkum dögum frá kl.16:00 -19:00 og um helgar frá kl.11:00 -15:00 Lokað verður á aðfangadag og jóladag 26.-30. desember verður opið frá 12:00 -16:00 Gamlársdag frá kl. 11:00 – 14:00 Lokað á nýársdag
Lesa meira

Æfingar hefjast í dag mánudag 10.desember.

Í dag hefjum við æfingar samkvæmt æfingatöflu, nema leiktímar byrja eftir áramót. Viljum minna á facebook síður þjálfara annars vegar elstu krakkanna skidalvik12-15 ára og hinsvegar skidalvik10-11 ára. Þar setja þjálfarar inn upplýsingar fyrir hverja æfingu.
Lesa meira