Fréttir

Undirbúningur fyrir veturinn.

Þrátt fyrir einmuna veðurblíðu undanfarnar vikur, er kominn hugur í skíðamannskapinn. En um helgina var vaskur hópur sem mætti í fjallið til að undirbúa snjósöfnun. Reistar voru nýjar girðinar og eldri girðingar fengu upplyftingu. Áætlað er að halda verkinu áfram um næstu helgi. Allir sem geta aðstoðað, eru velkomnir. Mæting í Brekkusel kl 09.00, þar verður sameinað í bíla og ekið upp á topp.
Lesa meira

Framhaldsaðalfundur

Framhaldsaðalfundur Skíðafélags Dalvíkur verður haldinn í Brekkuseli þriðjudaginn 1. október kl. 18:30 Eitt mál er á dagskrá: Stjórnarkjör Skíðafélag Dalvíkur
Lesa meira

Þrekæfingar Þol - snerpa - styrkur

Skíðafélag Dalvíkur mun standa fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum þrekæfingum tvisvar í viku undir vaskri stjórn Sveins Torfasonar þjálfara. Æfingarnar eru í boði fyrir öll ungmenni frá 7. bekk og eldri og eru óháðar annarri íþróttaiðkun. Á mánudögum er um útiæfingar að ræða frá kl. 17:30-18:30 og á fimmtudögum verður æft í íþróttahúsinu frá kl. 18:-19:00.
Lesa meira

Almennur félagsfundur - samantekt

Miðvikudaginn 17. júlí sl. stóð stjórn Skíðafélags Dalvíkur fyrir almennum félagsfundi að Rimum. Ástæður fundar á þessum árstíma voru m.a. erfið fjárhagsstaða félagsins og fyrirhugaðar breytingar á rekstrarumhverfi, deiliskipulag í fólkvangi auk landbreytinga sem eru framundan á skíðasvæðinu. Fundurinn var fámennur en góður og full þörf á kynningu þessarra málefna.
Lesa meira

Almennur félagsfundur 17.júlí á Rimum

Stjórn Skíðafélags Dalvíkur boðar til almenns félagsfundar til kynningar og upplýsinga um málefni, núverandi verkefni og starfsemi félagsins. Fundurinn verður haldinn að Rimum miðvikudaginn 17. júlí kl. 18:00 Sumarkveðjur, stjórnin
Lesa meira

Elsti æfingahópur í áheitasöfnun.

Um sl helgi var elsti æfingahópur Skidalvik (12-15ára) mjög áberandi í Svarfaðardal og Skíðadal. Hópurinn hjólaði tíu "sveitahringi" eða um 250 km, samhlliða því var tínt rusl á veginum og meðfram veginum um dalinn og á uppfyllingu við Hrísatjörn.
Lesa meira

Lokahóf Skíðafélagsins

Lokahóf Skíðafélags Dalvíkur fer fram mánudaginn 13.maí kl.17:30 í Dalvíkurskóla. Veittar verða ýmsar viðurkenningar fyrir mót og annan góðan árangur. Að lokum er öllum boðið í pylsugrill. Hlökkum til að eiga góða stund saman. Stjórn SKD og forledrafélagið
Lesa meira

Firmakeppni 2019

Í dag fór fram síðasta skíðamót vetrarins, en það var firmakeppnin. Vegna aðstæðna í fjallinu þurfti að bregða út fra fyrri hefð á firmakeppni sem venjulega er keyrð sem tveggjabrautakeppni (samhliðasvig) með forgjöf. En í ár var einungis ein braut, en tímataka keppenda var ræst í mismunandi hliðum allt eftri aldri.
Lesa meira

Firmakeppni Skíðafélagsins

Að vanda verður slegið í hina árlegu frimakeppni. Þrátt fyrir að skíðasvæðið sé farið að láta á sjá, þá sjáum við fram á að geta slúttað vertíðinni með firmakeppni. Í ár verður þó nýtt fyrirkomulag sem verður kynnt sérstaklega á morgun fyrir keppni. Mæting keppenda er kl 10:00 og hefst keppni kl 10:30 - Skráning á staðnum.
Lesa meira