Fréttir

Andrésar Andar leikarnir 2021

Stjórn Skíðafélags Dalvíkur, foreldrafélagið og þjálfarar funduðu í dag vegna Andrésar Andar leikanna sem fara fram í Hlíðarfjalli 21. - 24. apríl nk. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hver ástæðan er en staðan á covid er enn á gráu svæði og full ástæða til að fara varlega. Skíðafélag Dalvíkur er með marga þáttakendur á hverjum leikum og í ár stefndu 86 börn á að mæta til leiks og keppa á skíðum og brettum. Það er ekki hjá því komist að hlusta á sjónarmið fólks um málið og reyna að fara eins varlega og kostur er. Niðurstaða fundarins var sú að í ár verði börn sem eru fædd á árunum 2013 og 2014 (1-2 bekkur) ekki meðal þáttakenda frá Skíðafélagi Dalvíkur. Hefðin er sú að foreldar fylgi börnum á þessum aldri á leikanna sem í þetta sinn hefðu þá orðið samtals 50 manns. Í ljósi þessarar niðurstöðu var tekin ákvörðun um að miðvikudaginn 21. apríl verði vetrinum slúttað með þessum krökkum í Böggvisstaðafjalli. Nánar um það á facebooksíðunni foreldrar skíðabarna í Dalvíkurbyggð. Það er von okkar að þessi ákvörðun mæti skilningi hjá þeim sem málið varðar. Stjórn, foreldrafélag og þjálfarar.
Lesa meira

Frábær mótahelgi að baki hjá Skíðafélagi Dalvíkur

Keppt var í svigi 8 - 11 ára á föstudagskvöld, stórsvigi 8 - 11 ára á laugardegi og stórsvigi 7 ára og yngri og bretta / skíða krossi á sunnudegi
Lesa meira

Jónsmóti 2021 Aflýst

Undanfarna daga og vikur hefur mótanefnd Jónsmóts verið að fara yfir stöðuna og höfum við komist að þeirri niðurstöðu að aflýsa Jónsmóti í ár
Lesa meira