Ski-Dalvik með sex meistaratitla eftir UMÍ 2022

12-13 ára hópurinn í Oddsskarði UMÍ 2022
12-13 ára hópurinn í Oddsskarði UMÍ 2022

Unglingaflokkur SKI-Dalvik tók þátt í Unglingameistaramóti Íslands sem haldið var í Oddskarði sl. helgi. Aðstæður voru mjög góðar og sama má segja um veður. 

Allir 10 fulltrúar félagsins stóðu sig með miklum ágætum og komu sex meistaratitlar í hús ásamt einu silfri, einu bronsi og tveimur verðlaunum fyrir fimmta sæti. Þeir Dagur Ýmir og Óskar Valdimar náðu sér í meistaratitla, Dagur vann fjórfallt og Óskar tvöfalt. 

Var þetta síðasta verkefni í bikarkeppni SKI og var verðlaunað fyrir hana að móti loknu. Þar Var Dagur Ýmir Sveinsson Bikarmeistari í flokki 14-15 ára og Óskar Valdimar Sveinsson í öðru sæti í flokki 12-13 ára. 

Önnur úrslit úr mótinu má sjá hér fyrir neðan. 

 

12-13 ára Stúlkur

Bryndís Lalíta Stefánsdóttir, 

Svig, 5 sæti Stórsvig 8 sæti, Alpatvíkeppni 5 sæti.

Lilja Rós Harðardóttir 

Svig Svig lauk ekki keppni, Stórsvig 22 sæti

 

12 - 13 ára Drengir

Óskar Valdimar Sveinsson, 

Svig 3 sæti, Stórsvig 2 sæti, Alpatvíkeppni 1.sæti, Samhliðasvig 1.sæti

Maron Björgvinsson,  

Svig 5.sæti, Stórsvig 4 sæti, Alpatvíkeppni 5 sæti

Matthías Helgi Ásgeirsson 

Svig 15.sæti, Stórsvig 19 sæti, Alpatvíkeppni 15 sæti

Úlfur Jökulsson 

Svig 9 sæti, Stórsvig 6 sæti, Alpatvíkeppini 9 stæti.

Unnar Marinó Friðriksson 

Svig 16 sæti, Stórsvig 21 sæti, Alpatvíkeppni 16 sæti

Ægir Eyfjörð Gunnþórsson 

Svig 18.sæti, Stórsvig 5 sæti, Alpatvíkeppni 18.sæti 

 

14- 15 ára Stúlkur

Íssól Anna Jökulsdóttir 

Svig: lauk ekki keppni, Stórsvig 18 sæti, 

14-15 ára Drengir

Dagur Ýmir Sveinsson. 

Svig 1 sæti, Stórsvig 1 sæti, Alpatvíkeppni 1 sæti, Samhliðasvig 1 sæti, 

 

Næsta verkefni hjá hópnum eru Andrésar Andar leikarnir sem hefjast í næstu viku eða miðvikudaginn 13. apríl. 

Dagur Ýmir Stórsvig 1.sæti

Bryndís Lalita 5 sæti stórsvig

Óskar Valdimar 2. sæti Stórsvig

Dagur Ýmir með fjórfallt í flokki 14-15ára, Óskar Valdimar með tvöfalt í flokki 12-13ára.

Áfram Ski-Dalvik.