Í lok vetrar

Þá er þessum vetri 2021-2022 lokið, Hann endaði örlítið of snemma hjá okkur eins og flestir tóku eftir en vegna óviðráðanlegrar bilunar í neðri lyftu urðum við að játa okkur sigruð 15 mínútum fyrir páska í orðsins fylgstu. Þetta var súr biti að kyngja en svona gerist og með engum fyrirvara fór lega í endahjólinu á neðri lyftu og náði að skemma talsvert út frá sér. Stutt er síðan þessar legur voru settar í og liggur helst fyrir að galli hafi leynst í legunni eða verið slit sem ekki var greinanlegt í öxli. Verið er að panta allt nýtt í þetta og þegar viðgerð er lokið ætti þetta að vera í lagi næstu 15 árin. Lyftan hefur verið talsvert mikið endurnýjuð undanfarin ár og vonandi ætti hún að rúlla fallega næsta vetur.

Við sendum svo frá okkur ýtarlegri póst varðandi vertíðarlok og auglýsum aðalfund sem verður fljótlega.

Með kveðju og þökk fyrir veturinn starfsfólk og stjórn Skíðafélags Dalvíkur.