Skíðalandsmóti Íslands lokið

Keppendur Skíðafélagsins, tv. Esther, Torfi og Brynjólfur
Keppendur Skíðafélagsins, tv. Esther, Torfi og Brynjólfur

Eins og áður hefur komið fram fór Skíðalandsmót Íslands í skíðagöngu og alpagreinum á Dalvík og Ólafsfirði. Alpagreinar fóru fram á Dalvík við mjög góðar aðstæður. Veðurguðirnir stríddu mótshöldurum töluvert yfir keppnis dagana, en með útsjónarsemi og töluverðri reynslu í mótahaldi tókst að halda öll mótin við bestu mögulegu aðstæður. Á laugardegi var mikil óvissa vegna hamfara hita, en þá náði mesti hiti +10° einnig var vindur af og til. Ákveðið var strax að fresta keppni og vonast til að aðstæður sköpuðust, sem varð reyndin. 

Seinnipart laugardags eftir keppni bætti heldur í vindinn og við bætist úrhellis-rigning. Frysta tók undir morgun, en mótshaldarar ákváðu snemma dags að seikna keppni í stórsvigi til að fá herslu í brekkurnar, það heppnaðist einnig og þá var loksins “parketið” sem svo þekkt er fyrir Böggvisstaðafjall komið á keppnisbrekkurnar. Á mánudegi gekk allt eftir plani, enda frost og stillt veður. 

 

Skiðafélagið átti þrjá þátttakendur á mótinu, en það voru þau Esther Ösp Birkisdóttir, Brynjólfur Máni Sveinsson og Torfi Jóhann Sveinsson. Gengi okkar fólks var með ágætum, og verða þau tíunduð hér fyrir neðan.

 

Esther Ösp Birkisdóttir.

Svig: 5 sæti

Stórsvig 9 sæti

Samhliðasvig 

 

Brynjólfur Máni Sveinsson

Svig 12 sæti

Stórsvig - Kláraði ekki keppni

Samhliðasvig - tók ekki þátt.

 

Torfi Jóhann Sveinsson

Svig - Kláraði ekki keppni

Stórsvig - 9 sæti

Samhliðasvig

 

Næsta verkefni hjá krökkunum er Atomic-cup sem fram fer í Hlíðarfjalli á morgun miðvikudag og fimmtudag.