Dagur Ýmir með gull í svigi.

Skíðalið Skídalvik ásamt þjálfara í mjög svo blautum Bláfjöllum um sl helgi.
Skíðalið Skídalvik ásamt þjálfara í mjög svo blautum Bláfjöllum um sl helgi.

Um síðustu helgi fór fram skíðamót í Bláfjöllum í flokkum 12 -15 ára. Var þetta fjórða tilraun til að halda mótið. Veður hefur verið mótshöldurum mjög erfitt í vetur og helgin í Bláfjöllum fór á sama veg. Á laugardegi var keppt í svigi í úrhellis rigningu, þoku og vindi. Brautaraðstæður voru þó góðar enda löggðust allir á eitt til að ná að framkvæma mótið.
Skidalvik mætti með 10 keppendur, átta í flokki 12-13 ára og tvo í flokki 14-15 ára.
Töluverð afföll varð í okkar hóp, en úrslitin voru þannig:
12-13 ára drengir svig.
Óskar Valdimar Sveinsson 6.sæti, Ægir Gunnþórsson 8.sæti, Eyþór Þorvaldsson 14.sæti. aðrir luku ekki keppni.
12-13 ára stúlkur svig
Bryndís Lalita Stefánsdóttir 7sæti, Steinunn sóllilja Dagsdóttir 17 sæti ,Lilja Ŕós Harðardóttir 21sæti

14-15ára drengir svig: Dagur Ýmir Sveinsson 1. Sæti,
14-15 ára stúlkur Íssól Anna Jökulsdóttir 12 sæti

Aflýsa þurfti keppni á sunnudag vegna aðstæðna.

Dagur Ýmir Sveinsson (tv) sigraði svig 14-15 ára