Fréttir

Hörður Finnbogason nýr svæðisstjóri.

Við kynnum til leiks nýjan starfsmann Skíðafélagsins sem gegnir stöðu svæðisstjóra í Böggvisstaðafjalli. Hörður Finnbogason er giftur Freydísi Hebu Konráðsdóttur frá Ólafsfirði. Eiga þau drengina Arnar Helga 10 ára og Óðinn Helga 7 ára. Hörður er ferðamálafræðingur að mennt og hefur unnið 6-7 vetur í Hlíðarfjalli sem lyftuvörður, skíðagæslumaður, troðslumaður, skíðakennari, í snjóframleiðslu, svæðisstjóri og aðstoðað við viðhald. Þá er hann einn af stofnendum ferðaþjónustufyrirtækisins Aurora Reykjavik sem er Norðurljósasetur á Grandanum og hefur víðtæka reynslu í sölu og markaðsmálum í ferðaþjónustunni.
Lesa meira

Beðið eftir færi.....

Nú bíða skíðamenn færis að snjóframleiðsla hefjist og hafa sjálfboðaliðar og starfsmenn svæðisins unnið hörðum höndum undanfarna daga. Á dögunum var upptekt á troðara lokið og er hann því að verða klár í slaginn. Þá tóku starfsmenn allar snjóbyssurnar í yfirhalningu fyrir komandi átök.
Lesa meira

Undirbúningur fyrir veturinn.

Þrátt fyrir einmuna veðurblíðu undanfarnar vikur, er kominn hugur í skíðamannskapinn. En um helgina var vaskur hópur sem mætti í fjallið til að undirbúa snjósöfnun. Reistar voru nýjar girðinar og eldri girðingar fengu upplyftingu. Áætlað er að halda verkinu áfram um næstu helgi. Allir sem geta aðstoðað, eru velkomnir. Mæting í Brekkusel kl 09.00, þar verður sameinað í bíla og ekið upp á topp.
Lesa meira

Framhaldsaðalfundur

Framhaldsaðalfundur Skíðafélags Dalvíkur verður haldinn í Brekkuseli þriðjudaginn 1. október kl. 18:30 Eitt mál er á dagskrá: Stjórnarkjör Skíðafélag Dalvíkur
Lesa meira

Þrekæfingar Þol - snerpa - styrkur

Skíðafélag Dalvíkur mun standa fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum þrekæfingum tvisvar í viku undir vaskri stjórn Sveins Torfasonar þjálfara. Æfingarnar eru í boði fyrir öll ungmenni frá 7. bekk og eldri og eru óháðar annarri íþróttaiðkun. Á mánudögum er um útiæfingar að ræða frá kl. 17:30-18:30 og á fimmtudögum verður æft í íþróttahúsinu frá kl. 18:-19:00.
Lesa meira

Almennur félagsfundur - samantekt

Miðvikudaginn 17. júlí sl. stóð stjórn Skíðafélags Dalvíkur fyrir almennum félagsfundi að Rimum. Ástæður fundar á þessum árstíma voru m.a. erfið fjárhagsstaða félagsins og fyrirhugaðar breytingar á rekstrarumhverfi, deiliskipulag í fólkvangi auk landbreytinga sem eru framundan á skíðasvæðinu. Fundurinn var fámennur en góður og full þörf á kynningu þessarra málefna.
Lesa meira

Almennur félagsfundur 17.júlí á Rimum

Stjórn Skíðafélags Dalvíkur boðar til almenns félagsfundar til kynningar og upplýsinga um málefni, núverandi verkefni og starfsemi félagsins. Fundurinn verður haldinn að Rimum miðvikudaginn 17. júlí kl. 18:00 Sumarkveðjur, stjórnin
Lesa meira

Elsti æfingahópur í áheitasöfnun.

Um sl helgi var elsti æfingahópur Skidalvik (12-15ára) mjög áberandi í Svarfaðardal og Skíðadal. Hópurinn hjólaði tíu "sveitahringi" eða um 250 km, samhlliða því var tínt rusl á veginum og meðfram veginum um dalinn og á uppfyllingu við Hrísatjörn.
Lesa meira

Lokahóf Skíðafélagsins

Lokahóf Skíðafélags Dalvíkur fer fram mánudaginn 13.maí kl.17:30 í Dalvíkurskóla. Veittar verða ýmsar viðurkenningar fyrir mót og annan góðan árangur. Að lokum er öllum boðið í pylsugrill. Hlökkum til að eiga góða stund saman. Stjórn SKD og forledrafélagið
Lesa meira