Krílin á skíðin

Krílin á skíðin

Byrjendakennsla á skíðum fyrir börn
Námskeið fyrir byrjendur hefst sunnudaginn 17. janúar hjá Skíðafélagi
Dalvíkur. Námskeiðið stendur í fimm daga og er ætlað börnum fæddum
2016 og fyrr. Skráning fer fram á skíðasvæðinu í síma 466 1010 eða
á staðnum á opnunartíma fram til kl. 16:00 föstudaginn 15. janúar.
Námskeiðsgjald er 14.000 kr. og nánari upplýsingar um greiðslu verða
gefnar í fyrsta tíma, en leiktíma-, og æfingagjald að byrjendakennslu lokinni
er innifalið í verðinu. Þegar börnin eru orðin sjálfbjarga á skíðum og í lyftu
hafa þau möguleika á áframhaldandi þátttöku í æfingum út veturinn, 2015
og 2016 í leiktímum og 2014 í æfingum með 1. bekk o.s.frv.
Samstarfsverkefni Bergmenn – Arctic Heli Skiing

og Skíðafélags Dalvíkur

Bergmenn – Arctic Heli Skiing mun koma að byrjendanámskeiðinu með
þeim hætti að útvega öllum börnum þann skíðaútbúnað sem til þarf þeim að
kostnaðarlausu til láns yfir veturinn. Með þessu reynum við að lágmarka
kostnað foreldra og vonumst til að fá sem flest börn á skíði í vetur.
Þetta er upphaf að nýju verkefni sem vonandi er komið til að vera ��

Kennsla verður eftirfarandi:
Sunnudaginn 17. jan kl 10:00 -12:00
Mánudaginn 18. jan kl 15:30 -16:30
Þriðjudaginn 19. jan kl 16:00 -17:00
Miðvikudaginn 20. jan kl 15:30 -16:30
Laugardaginn 24. jan kl 12:00-13:00

Foreldrum gefst kostur á að koma frítt á skíði, auk þess að fá skíðabúnað án

endurgjalds tvo af námskeiðsdögum.

Nánari upplýsingar á skíðasvæðinu eða hjá Hörpu Rut í síma 866-3464