Gleðilega Hátíð

Þá eru að skella á jól og áramót.
Þetta ár 2020 verður seint þekkt fyrir að vera skíðaárið góða.
Eins og allir vita þurftum við að skella í lás rétt í þann mund sem
skíðaveturinn var að byrja að brosa til okkar eftir erfitt start.

Þessi vetur er að byrja nánast eins, en í stað bylja var hiti og lítill
sem engin snjór. Ofan á það bilaði neðri lyftan hjá okkur og er enn í
viðgerð. Við munum reyna eftir fremsta megni að þjónusta æfingar á milli jóla og nýárs
í samráði við þjálfara.

Næst munum við fá upplýsingar 12. jan varðandi opnun fyrir almenning.
Þangað til óskum við ykkur gleðilegrar hátíðar og góðs nýs árs.

Með kveðju starfsfólk og stjórn Skíðafélags Dalvíkur.