skíðaæfingar á covid tímum

Æfingatafla í covid
Æfingatafla í covid

Heil og sæl
Þá er komið að því að hefja skíðaæfingar þennan veturinn og fram til áramóta verða æfingar fyrir 1. bekk og eldri. Leiktímar, snjóbretti og byrjendakennsla fara af stað eftir áramót og auglýsum við það sérstaklega.
Sökum Covid verður ekki almenn opnun til að byrja með og einungis opið í samræmi við æfingatöflu. Þá verður Brekkusel að mestu lokað og biðjum við foreldra að passa upp á að börnin mæti klár í fjallið og þau sótt um leið og æfingu lýkur.
Við þurfum að gera breytingar á þeirri æfingatöflu sem fram kom á dreifibréfi um daginn og er það gert til að fækka börnum á svæðinu samtímis auk þess sem einungis hluti svæðisins er tilbúinn snjóalega.
Meðfylgjandi æfingatafla gildir að minsta kosti til sunnudagsins 13. desember. Vonandi verður þá hægt að hefja æfingar í samræmi við áður útgefna æfingatöflu í dreyfibréfi.
Æfingagjöld koma inn í Æskurækt í byrjun næstu viku og lyftukort verða seld í Brekkuseli. Hér fyrir neðan er breytt æfingatafla en við vonum innilega að ástandið fari að skána sem allra fyrst og tilslakanir sökum Covid fari að láta sjá sig.
Hlökkum til að fá ykkur og njótið aðventunnar
Stjórnin