Fréttir

Áheitasöfnun lokið.

Elsti æfingahópur Skíðafélagsins hóf skíðavertíðina með áheitasöfnun um helgina. Fyrr í vikunni gengu krakkarnir í hús og buðu fólki að heita á þau. Móttökurnar voru frábærar og senda krakkarnir bestu þakkir út í samfélagið fyrir stuðninginn. Á laugardag hófst svo verkefnið í blíðskaparveðri. Farið var um þjóðveginn í Svarfaðardal og Skíðadal og allt rusl tínt, þá hjóluðu krakkarnir einnig sveita hringinn. Afrakstur tínslunnar voru tvær fullar kerrur af rusli. Fjáröflunin hjá krökkunum er vegna æfingaferðar til Noregs í desember nk.
Lesa meira

12 ára og eldri hefja nýja skíðavertíð.

Þrátt fyrir að skíðavertíðinni sé nýlega lokið, er ekki seinna vænna en að hefja næstu vertíð. Eins og svo oft áður ætla krakkarnir að hefja vertíðina á áheitarsöfnun. Krakkarnir munu tína rusl í sveitinni (sveitahringinn, framdalinn og Skíðadal), samhliða því munu þau hjóla hringinn á vöktum. Áætlað er að hjóla um 150-200km. Hægt verður að fylgjast með hópnum á Instagram- reikning hópsins (TeamSkiDalvik) í þessu verkefni sem og öðrum verkefnum hópsins í sumar / haust og vetur. Áheitarsöfuninn er hluti af fjáröflun fyrir æfingaferð erlendis sem farin verður í desember nk.
Lesa meira

Aðalfundur

Lesa meira

Firmakeppni Úrslit

Í dag fór fram síðasta skíðamót vetrarins, en það var firmakeppnin.
Lesa meira

Firmakeppni skíðafélagsins 2022 Mánudaginn 18 Apríl (annar í páskum)

Firmakeppni skíðafélagsins 2022 Mánudaginn 18 Apríl (annar í páskum) Þrátt fyrir að skíðalyftan sé ekki að vinna með okkur þessa páskana þá munum við samt halda hina árlegu firmakeppni
Lesa meira