Esther Ösp og Torfi Jóhann á Eyowf 2023

Esther og Torfi halda utan ásamt Íslenska hópnum 18.janúar nk.
Esther og Torfi halda utan ásamt Íslenska hópnum 18.janúar nk.

Skíðasamband Íslands og ÍsÍ hafa valið þátttakendur á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2023 sem fram fara á Ítalíu dagana 18 - 29. janúar næst komandi. Skíðafélag Dalvíkur á tvo fulltrúa í þeim hóp, en það eru þau Esther Ösp Birkisdóttir og Torfi Jóhann Sveinsson. Alpagreinahópurinn telur 8 þátttakendur, 4 stráka og 4 stúlkur fædd 2005 og 2006.
Hópurinn heldur ytra 18. janúar nk. og munu þau æfa á svæðinu í einhverja daga, en keppnisdagar alpagreinafólksins eru 25 - 28 janúar.

Nokkur ár eru síðan Skíðafélag Dalvíkur hefur átt fulltrúa á leikunum og því fagnaðarefni að vera kominn með ungmenni úr Dalvíkurbyggð á stórmót að nýju og merki um öflugt og gott starf innan félagsins. Óskum við þeim Esther og Torfa til hamingju með það að vera valinn í hópinn og vitum við að þau verða landi og þjóð til sóma. 

 

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (The European Youth Olympic Winter Festival, EYOWF) er fyrir þátttakendur 15-18 ára. Fyrsta vetrarhátíðin var haldin í Aosta á Ítalíu árið 1993 og hét þá Ólympíudagar æskunnar. 

„Fair Play“ eða háttvísi er eitt af megin einkunnarorðum hátíðarinnar. Mikið er lagt upp úr því að þetta sé skemmtun og að þátttakendur kynnist ungu fólki frá öðrum löndum Evrópu. 

Hér er hægt að fara inn á slóð mótsins: http://www.eyof.org/2023-winter-friuli-venezia-giulia/