Fréttir

Jóhanna og Torfi Bikarmeistarar eftir "mótamars 2023"

Undanfarnar vikur hafa verið mjög annasamar hjá SkíDalvik, en vegna erfiðra snjóskilirða á landinu röðuðust öll mót vetrarins á helgarnar í mars. Mánuðurinn byrjaði á Jónsmóti hér á Dalvík, en mótið gékk mjög vel og aðstæður nokkuð góðar. Þá tók við Bikarmót á Akureyri hjá 12 - 15 ára krökkunum þangað fóru 11 keppendur frá Skíðafélaginu. Næstu helgi þar á eftir var komið að okkur að halda bikarmót. Á Dalvík mættu 103 keppendur af öllu landinu, en á sama tíma fóru þeir félagar og frændur Torfi og Dagur í Bláfjöllin og kepptu á fjórum FIS/ENL mótum. Um síðustu helgi fór svo unglingameistaramótið hjá 12-15 ára fram í Bláfjöllum við flottar aðstæður þó svo að snjóalög hafi verið vel undir meðallagi. Þessa helgina enduðum við svo vertíðina hjá fullorðinsflokk en Skíðamót Íslands fór fram hér á Dalvík í samvinnu með Akureyringum. Aðstæður voru krefjandi en mótið gékk mjög vel í alla staði.
Lesa meira

Jónsmót um komandi helgi.

Mótanefnd var að ljúka fundi og það er nánast allt á plani! Það eru búinn að vera hlýindi á okkur en svæðisstarfsmenn eiga snjó upp í erminni sem þeir munu nota til að parketleggja eins vel og hægt er áður en mótið hefst. Plan A er að keyra sambærileg brautarstæði og á fyrri Jónsmótum, plan B og C er að stytta brautir og hugsanlega fara í afbrigði eins og tvær stuttar stórsvigsferðir í stað einnar og jafnvel þrjár ferðir í svigi og tvær bestu gilda. Skilaboðin frá okkur eru skýr, við höldum mótið og gerum það besta úr því þannig að krakkarnir fái skemmtilega upplifun í Böggvisstaðarfjalli. Veðurhorfur fyrir helgina eru góðar. Komið fagnandi! Hægt er að sjá helstu upplýsingar um mótið í flipanum hér uppi til hægri á síðunni.
Lesa meira