Fréttir

Dagur Ýmir Sveinsson á YOG í Gangwon Suður-Kóreu.

Á dögunum varð það ljóst að Dagur Ýmir Sveinsson var valin til þátttöku á Vetraróplympíuleika Ungmenna (Youth Olympic Games eða YOG) sem fram fara í Suður-Kóreu dagna 19.-1.febrúar nk. Sex keppendur frá Íslandi taka þátt í skíða- og brettagreinum. Næstu dagana mun Dagur Ýmir dvelja erlendis við æfingar og keppni með Low-landers liðinu og undirbúa sig fyrir leikana. Til hamingju Dagur.
Lesa meira

Loksins

Lesa meira

Æfingaferð í Hafjell / Noregi.

Síðast liðna viku voru æfingarkrakkar í 12-15 ára flokki SkíDalvík í æfingabúðum í Hafjell í Noregi. Farið var frá Dalvík fimmtudagskvöld 7.desember og keyrt til Keflavíkur - þaðan svo flogið til Gardemoen í Noregi. Heildarfjöldi hópsins taldi 40, en með krökkunum (23.iðkendur) voru 16 foreldrar ásamt þjálfara flokksins Sveini Torfasyni. Dvaldi hópurinn ytra við æfingar í eina viku og komu svo heim sl. laugardagskvöld. Mikill samhljómur var í hópnum um að ferðin hafi tekist vel, enda frábærar aðstæður í noregi til skíðaiðkunar.
Lesa meira

Dagur Ýmir og Torfi Jóhann í Svíþjóð.

Þeir félagar og frændur Dagur ýmir og Torfi Jóhann eru núna staddir í Indrefjallet í Svíþjóð við æfingar og verða þar næstu vikuna. Strákarnir héldu utan á föstudag ásamt æfingafélögum sínum í Skíðafélagi Akureyrar en strákarnir stunda sínar æfingar með Skíðfélagi Akureyrar eins og undanfarin ár. Er þetta undirbúningur fyrir komandi vertíð. Fyrsta FIS-mót hér á Íslandi er áætlað 15-16 desember í Bláfjöllum og stefna þeir báðir þangað.
Lesa meira

Dagur Ýmir í úrtakshóp vegna Ólympíuleika ungmenna (YOG) í Gangwon Suður Kóreu 2024

Frétt af heimasíðu SKÍ Skíðasamband Íslands hefur valið úrtakshóp fyrir Ólympíuleika ungmenna sem fara fram í Gangwon í Suður Kóreu 19. janúar-1. febrúar 2024. Það voru nefndirnar hjá SKÍ ásamt afreksstjóra og þjálfurum Hæfileikamótunnar SKÍ sem völdu hópinn. Það mun síðan koma í ljós 18. desember hvaða 4-6 einstaklingar verða valdir til að taka þátt fyrir Íslands hönd á leikunum. Undirbúningur fyrir leikana er vel á veg kominn og hafa öll þessi ungmenni lagt mikið á sig við æfingar og meðal annars mætt á þrekæfingabúðir hérlendis og farið erlendis í haust eða eru á leiðinni í þessum mánuði til að geta stundað æfingar á snjó. Þrjú þeirra eru búsett í Noregi og þar af tvö sem stunda nám í skíðamenntaskóla þar í landi. Það verður spennandi að fylgjast með þessum krökkum í framtíðinni. Skíðasamband Íslands óskar eftirtöldum aðilum til hamingju með sætið í hópnum.
Lesa meira