Fréttir af skíðasvæðinu og fullorðins skíðanámskeið.

Þá er þessi vetur farin að síga á seinni helmingin og því ekki úr vegi að ræða hvernig veturinn er búin að vera og hvað er framundan.
Veturinn fór frekar seint af stað og var ekki opnað fyrr en seinni part desember. En síðan þá er búin að vera stöðug og góð opnun.
Veðrið er búið að vera með miklum ágætum og þrátt fyrir frekar þunn snjóalög eru brekkurnar búnar að vera troðnar í góðri breidd og
færið með besta móti stóran hluta vetrar. Mótahald hefur gengið frábærlega og margir hópar komið og verið hjá okkur í góðu yfirlæti.
Það er því óhætt að segja að veturinn sé búin að vera góður. 
Aðsókn var mjög góð fyrri hluta vetrar og var febrúar einn sá besti frá upphafi, heldur hefur þó dalað í mars en ekki er öll von úti enn.
það vill oft gerast þegar hlýna tekur í byggð að fólk missi áhugan á að halda til fjalla og er það staðan núna virðist vera.
Páskarnir eru á næsta leiti og vonandi verður aðsókn góð þá enda mikil dagskrá í fjallinu.
Ekki er búið að ákveða endanlegan lokunardag í fjallinu en verið er að skoða að loka fyrir almenning 8. apríl.
Þetta er gert í sparnaðarskyni enda oft á tíðum mjög dræm aðsókn eftir páska og þá í leiðinni sársauka minnsta aðferðin til að spara í rekstrinum. Vissulega verður æfingum haldið út á meðan snjór leyfir.

Þá verður síðasta fullorðins skíðanámskeiðið haldið dagana 6-7 apríl og þó svo að verði lokað hér þá verður opið á öðrum skíðasvæðum umhverfis okkur.