Allt klárt fyrir páskanna.

Það er allt klárt!
6.5 km af gönguspori.
Sleðabrekka í Kirkjubrekku
Frábært veður
27.mars, opið 14:30-19:00. Bjart yfir, -1 gráða. Báðar lyftur opnar, Efri og Neðri Lyftubrekka, Skálabrekka, Norðurleið, Stallabrekka Ingubakki og Barnabrekka troðnar. Göngusporið er klárt í Bögg og við fótboltavöllinn.
 
Næstu dagar:
 

Hér er helsta dagskráin auk þess sem ávalt er gaman að kíkka í Bjórböðin og pottana á Hauganesi svo að sjálfsögðu sundlaugina á Dalvík.

Fimmtudagur - Skírdagur 28. mars
Opið á skíðasvæðinu 10:00-16:00
18 ára+ kvöld milli 20:00-22:00- eldstæði, kósy og tónlist.
Tónleikar með Stebba og Eyva í menningarhúsinu Bergi kl.21:00

Föstudagurinn Langi 29. mars
Opið á skíðasvæðinu 10:00-16:00
80´s klæðnaður verðlaun fyrir besta gallann, tónlist, 
keppni í samhliðasvigi fyrir alla sem vilja.

Laugardagur 30. mars
Opið á skíðasvæðinu 10:00-16:00
kl. 11:00 páskaeggjaleit fyrir börnin. 
Þrautabraut allan daginn
kl. 14:00 verður svo boðið upp á heitt kakó á skafli.

Sunnudagur Páskadagur 31. mars
Opið á skíðasvæðinu 10:00-16:00
Klukkan 10:00 Páskaeggjamót fyrir börnin aldur 5-12 ára 

Mánudagur 1. Apríl
Opið á skíðasvæðinu 10:00-16:00
Kl. 10:00 Firmamótið á skíðum
Pylsur á skafli og tónlist.