Fréttir

Firmakeppni Úrslit

Í dag fór fram síðasta skíðamót vetrarins, en það var firmakeppnin.
Lesa meira

Firmakeppni skíðafélagsins 2022 Mánudaginn 18 Apríl (annar í páskum)

Firmakeppni skíðafélagsins 2022 Mánudaginn 18 Apríl (annar í páskum) Þrátt fyrir að skíðalyftan sé ekki að vinna með okkur þessa páskana þá munum við samt halda hina árlegu firmakeppni
Lesa meira

Ski-Dalvik með sex meistaratitla eftir UMÍ 2022

Unglingaflokkur SKI-Dalvik tók þátt í Unglingameistaramóti Íslands sem haldið var í Oddskarði sl. helgi. Aðstæður voru mjög góðar og sama má segja um veður. Allir 10 fulltrúar félagsins stóðu sig með miklum ágætum og komu sex meistaratitlar í hús ásamt einu silfri, einu bronsi og tveimur verðlaunum fyrir fimmta sæti. Þeir Dagur Ýmir og Óskar Valdimar náðu sér í meistaratitla, Dagur vann fjórfallt og Óskar tvöfalt. Var þetta síðasta verkefni í bikarkeppni SKI og var verðlaunað fyrir hana að móti loknu. Þar Var Dagur Ýmir Sveinsson Bikarmeistari í flokki 14-15 ára og Óskar Valdimar Sveinsson í öðru sæti í flokki 12-13 ára. Önnur úrslit úr mótinu má sjá hér fyrir neðan.
Lesa meira

Skíðalandsmóti Íslands lokið

Eins og áður hefur komið fram fór Skíðalandsmót Íslands í skíðagöngu og alpagreinum á Dalvík og Ólafsfirði. Alpagreinar fóru fram á Dalvík við mjög góðar aðstæður. Veðurguðirnir stríddu mótshöldurum töluvert yfir keppnis dagana, en með útsjónarsemi og töluverðri reynslu í mótahaldi tókst að halda öll mótin við bestu mögulegu aðstæður. Á laugardegi var mikil óvissa vegna hamfara hita, en þá náði mesti hiti +10° einnig var vindur af og til. Ákveðið var strax að fresta keppni og vonast til að aðstæður sköpuðust, sem varð reyndin.
Lesa meira

Fyrsta keppnisdegi SMI lokið.

Fyrstu keppni í alpagreinum á Skíðamóti Íslands er lokið. Upphaflega átti að keppa í stórsvigi í dag en því var breytt í svig vegna veðurs. Því verður keppt í stórsvigi á morgun. Þá hefur verið ákveðið að seinka keppni, sem mun hefjast kl 12.00.
Lesa meira

Dagur Ýmir með gull í svigi.

Um síðustu helgi fór fram skíðamót í Bláfjöllum í flokkum 12 -15 ára. Var þetta fjórða tilraun til að halda mótið. Veður hefur verið mótshöldurum mjög erfitt í vetur og helgin í Bláfjöllum fór á sama veg. Á laugardegi var keppt í svigi í úrhellis rigningu, þoku og vindi. Brautaraðstæður voru þó góðar enda löggðust allir á eitt til að ná að framkvæma mótið. Skidalvik mætti með 10 keppendur, átta í flokki 12-13 ára og tvo í flokki 14-15 ára. Töluverð afföll varð í okkar hóp, en úrslitin voru þannig: 12-13 ára drengir svig. Óskar Valdimar Sveinsson 6.sæti, Ægir Gunnþórsson 8.sæti, Eyþór Þorvaldsson 14.sæti. aðrir luku ekki keppni. 12-13 ára stúlkur svig Bryndís Lalita Stefánsdóttir 7sæti, Steinunn sóllilja Dagsdóttir 17 sæti ,Lilja Ŕós Harðardóttir 21sæti 14-15ára drengir svig: Dagur Ýmir Sveinsson 1. Sæti, 14-15 ára stúlkur Íssól Anna Jökulsdóttir 12 sæti Aflýsa þurfti keppni á sunnudag vegna aðstæðna.
Lesa meira