23.01.2023
Þau Esther Ösp og Torfi Jóhann fóru utan með Íslenska hópnum fyrir helgi og hafa æft á keppnissvæðinu um helgina. Setning leikanna fór fram á laugardaginn.
Aðstæður ytra eru eins og svo víða annarsstar í heiminum frekar erfiðar, en snjóað hefur mikið undanfarna daga og líkur á að hliðra þurfi til keppnisgreinum. Við munum upplýsa ykkur eins og kostur gefst.
Lesa meira
30.12.2022
Skíðasamband Íslands og ÍsÍ hafa valið þátttakendur á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2023 sem fram fara á Ítalíu dagana 18 - 29. janúar næst komandi. Skíðafélag Dalvíkur á tvo fulltrúa í þeim hóp, en það eru þau Esther Ösp Birkisdóttir og Torfi Jóhann Sveinsson. Alpagreinahópurinn telur 8 þátttakendur, 4 stráka og 4 stúlkur fædd 2005 og 2006.
Hópurinn heldur ytra 18. janúar nk. og munu þau æfa á svæðinu í einhverja daga, en keppnisdagar alpagreinafólksins eru 25 - 28 janúar.
Lesa meira
20.12.2022
Fullorðinsflokkur félagsins er núna staddur erlendis við æfingar og keppni. Esther Ösp æfir á fullum krafti með skíðamenntaskólanum í Geiló í Noregi og er þessa dagana í Trisil í Noregi að keppa. Í gær keppti hún í stórsvigi en hlekktist á í fyrri ferð og náði ekki að ljúka keppni.
Þeir Dagur Ýmir og Torfi Jóhann eru staddir i Lofer í Austurríki og æfa með Lowlanders. Þeir munu dvelja fram þar fram yfir áramót þar sem þeir æfa og keppa með liðinu.
Við munum reyna að flytja fréttir af okkar fólki um leið og þær berast.
Lesa meira
19.12.2022
Elsti æfingahópur skíðafélagsins kom heim úr æfingaferð til Hafjell (Lillehammer) sl. sunnudag, en krakkarnir voru í 9 daga. Ásamt hópnum sem taldi 19 þátttakendur fór þjálfari flokksins Sveinn Torfason og 15 foreldrar. Heilt yfir gékk ferðin mjög vel, aðstæður í Hafjell voru mjög góðar, kalt (-12- -16°C), bjart og snjór í brekkum góður.
Lesa meira