Torfi Jóhann í B-landsliði SKÍ.

Um helgina hittist hluti af landsliðsfólki Skíðasambands Íslands í Reykjavík, þar sem fram fór Ironman - þrektest. Skíðafélag Dalvíkur á einn fulltrúa í landsliðshópnum en það er Torfi Jóhann Sveinsson. Þrekprófið er af Norskri fyrirmynd og gefur mynd af fjölbreyttum þáttum s.s. 3000m hlaup, hnébeygjur, bekkpressu, magaæfingum, upphífingum, snerpuæfingum og fl. Er þetta fyrsta æfing landsliðishópsins á þessari vertíð, en framundan er önnur æfing/test í ágúst og svo fer hópurinn að draga fram skíðin - ýmist á jökklum í skandinavíu, evrópu eða innanhúss.