Haustæfingar hefjast mánudaginn 4. september.

Þá fer að líða að því að haustæfingar skíðafélagsins hefjist að fullu. Lagt verður upp með fjölbreyttar æfingar þrisvar sinnum í viku, fyrir alla krakka 12 ára og eldri.
Á mánudögum mun Eyjó í CF-Dalvík sjá um æfingar sem verða í aðstöðu CFDalvík. Hópnum verður skipt í tvær grúppur önnur byjar kl 16:00 -17:00 hin byrjar kl 17:00-18:00. Hjá Eyjó verður áhersla á tækni í lyftingum og styrktarþjálfun.
Á fimmtudögum verður Sveinn Torfa með æfingar í Íþróttamiðstöðinni frá kl 18:00 -19:00 - þar verður áhersla á samhæfingu, snerpu/hraða, styrk og liðleika.
Á föstudögum kl 17:00-18:00 (mæting við íþróttamiðstöð) verður svo ÚTI-æfing sem Íris og Íssól sjá um. Áhersla á föstudögum verður Úthald, styrkur og liðleiki. Muna að klæða sig eftir veðri.

Eins og áður segi eru æfingarnar opnar öllum krökkum 12 ára og eldri.
Skráning og samskipti fara í gegnum Sportabler.