Fréttir

skíðaæfingar á covid tímum

Þá er komið að því að hefja skíðaæfingar þennan veturinn og fram til áramóta verða æfingar fyrir 1. bekk og eldri. Leiktímar, snjóbretti og byrjendakennsla fara af stað eftir áramót og auglýsum við það sérstaklega.
Lesa meira

Áheitasöfnun hjá 12 ára og eldri.

Um helgina skellti elsti hópur skidalvik sér í áheitasöfnun og hjólaði um 250km (10 sveitahringi) og tíndu rusl meðfram þjóðveginum í Svarfaðardal og Skíðadal. Verkefnið er árlegt hjá elsta hóp, þar sem safnað er fyrir æfinga og keppnisferðum komandi vertíðar. Allt gékk þetta vel og stóðu krakkarnir sig frábærlega. Þá voru einnig flottur hópur foreldra sem studdu við bakið á krökkunum
Lesa meira

Aðalfundur Skíðafélagsins

Aðalfundur Skíðafélags Dalvíkur verður haldinn í Brekkuseli miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 17:30. Tillögur eiga að berast formanni minnst fimm dögum fyrir aðalfund á netfangið gerdur@dalvikurbyggd.is Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Lesa meira

Viðbrögð varðandi æfingar hjá Skí-Dalvik við samkomubanni vegna Covid-19

Æfingar munu fara fram eins og æfingatafla segir til um. Ísí hefur gefið út tilmæli þar sem æfingar miðast við 20 einstaklinga og að hópar skarast ekki fyrir og eftir æfingar. Við eigum auðvelt með að sníða okkur að þeim tilmælum, enda nóg pláss í fjallinu. Hreyfing og útivera er mikilvæg og mælist Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna til þess að haldið sé úti æfingum barna og unglinga ef hægt er að fara eftir tilmælum Ísí. Við viljum því biðla til foreldra að fara yfir nokkra punkta með börnunum varðandi æfingar hjá Skíðafélagi Dalvíkur þannig að saman náum við að framfylgja þessum fyrirmælum Ísí. Ekki vera að óþörfu inni í Brekkuseli, komum södd og sæl á æfingar. Ef við þurfum að nota salerni inni í Brekkuseli, þá þvoum við okkur vel með sápu og notum spritt. Höldum bili í lifturöð. Sækjum börnin þegar þau hafa lokið skíðadeginum. Ef breytingar verða á fyrirkomulagi þá verðar þær kynntar rækilega á facebook-síðu foreldra (foreldrar skíðabarna í Dalvíkurbyggð) og á heimasíðunni okkar (www.skidalvik.is) Með kveðju Þjálfarar Ski-Dalvík.
Lesa meira