Fréttir

Dagur Ýmir í úrtakshóp vegna Ólympíuleika ungmenna (YOG) í Gangwon Suður Kóreu 2024

Frétt af heimasíðu SKÍ Skíðasamband Íslands hefur valið úrtakshóp fyrir Ólympíuleika ungmenna sem fara fram í Gangwon í Suður Kóreu 19. janúar-1. febrúar 2024. Það voru nefndirnar hjá SKÍ ásamt afreksstjóra og þjálfurum Hæfileikamótunnar SKÍ sem völdu hópinn. Það mun síðan koma í ljós 18. desember hvaða 4-6 einstaklingar verða valdir til að taka þátt fyrir Íslands hönd á leikunum. Undirbúningur fyrir leikana er vel á veg kominn og hafa öll þessi ungmenni lagt mikið á sig við æfingar og meðal annars mætt á þrekæfingabúðir hérlendis og farið erlendis í haust eða eru á leiðinni í þessum mánuði til að geta stundað æfingar á snjó. Þrjú þeirra eru búsett í Noregi og þar af tvö sem stunda nám í skíðamenntaskóla þar í landi. Það verður spennandi að fylgjast með þessum krökkum í framtíðinni. Skíðasamband Íslands óskar eftirtöldum aðilum til hamingju með sætið í hópnum.
Lesa meira

Haustæfingar hefjast mánudaginn 4. september.

Þá fer að líða að því að haustæfingar skíðafélagsins hefjist að fullu. Lagt verður upp með fjölbreyttar æfingar þrisvar sinnum í viku, fyrir alla krakka 12 ára og eldri. Á mánudögum mun Eyjó í CF-Dalvík sjá um æfingar sem verða í aðstöðu CFDalvík. Hópnum verður skipt í tvær grúppur önnur byjar kl 16:00 -17:00 hin byrjar kl 17:00-18:00. Hjá Eyjó verður áhersla á tækni í lyftingum og styrktarþjálfun. Á fimmtudögum verður Sveinn Torfa með æfingar í Íþróttamiðstöðinni frá kl 18:00 -19:00 - þar verður áhersla á samhæfingu, snerpu/hraða, styrk og liðleika. Á föstudögum kl 17:00-18:00 (mæting við íþróttamiðstöð) verður svo ÚTI-æfing sem Íris og Íssól sjá um. Áhersla á föstudögum verður Úthald, styrkur og liðleiki. Eins og áður segi eru æfingarnar opnar öllum krökkum 12 ára og eldri. Skráning og samskipti fara í gegnum Sportabler.
Lesa meira

Torfi Jóhann í B-landsliði SKÍ.

Um helgina hittist hluti af landsliðsfólki SKÍ í Reykjavík, þar sem fram fór Ironman - þrektest. Skíðafélag Dalvíkur á einn fulltrúa í landsliðshópnum en það er Torfi Jóhann Sveinsson. Þrekprófið er af Norskri fyrirmynd og gefur mynd af fjölbreyttum þáttum s.s. 3000m hlaup, hnébeygjur, bekkpressu, magaæfingum, upphífingum, snerpuæfingum og fl. Er þetta fyrsta æfing landsliðisins á þessari vertíð, en framundan er önnur æfing/test í ágúst og svo fer hópurinn að draga fram skíðin - ýmist á jöklum í skandinavíu, evrópu eða innanhúss.
Lesa meira

12 - 15 ára hópurinn komin af stað inn í nýja skíðavertíð.

Eins og undanfarin ár hóf æfingahópurinn í 12 -15 ára skíðavertíðina á áheitasöfnun. Í síðustu viku gengu krakkarnir í hús í sveitarfélaginu og söfnuðu áheitum, en verkefnið var eins og áður að hreinsa rusl í Svarfaðardal og Skíðadal. Hefur hópurinn gert þetta undanfarin ár, og var það samdóma álit þeirra sem hafa staðið að þessu undanfarin ár að aldrei hefur verið eins lítið rusl eins og í ár. Fyrsta árið sem farið var í slíka hreinsun var ruslið tekið í nokkrar kerrur, þar voru bíldekk, tunnur ýmiskonar, rulluplast, vegstikur og mikið magn af öllu. En í ár, náðum við rétt að fylla í eina kerru. Eftir að búið var að tína ruslið, skelltu krakkarnir sér svo á hlólin og hjóluðu sveitahringinn og enduðu svo daginn á hamborgurum. Við viljum nota tækifærið og þakka öllum sem studdu krakkana í þessu verkefni, að ári munum við leita á önnur mið í rulsatínslu innan sveitarfélagsins, og treystum því að vegfarendur í dölunum haldi áfram að standa síg í því að passa ruslið sitt.
Lesa meira

Aðalfundur

Lesa meira

Aðalfundur

Lesa meira

Andrésar Andar leikarnir 2023

Dagana 19.-22.apríl sl fóru 47. Andrésar andarleikarnir fram á Akureyri. Eins og alltaf var Skíðafélag Dalvíkur með glæsilegan hóp þátttakenda, en þetta árið fóru 94 keppendur sem ýmist voru á svigskíðum eða brettum. Fyrir utan keppendur var einnig stór hópur foreldra, þjálfara og farastjóra og má reikna með að allur hópurinn hafi verið uþb 150 manns. Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel hvort sem var í brekkunum eða utan þeirra. Á andrésarleikum er verðlaunað í hlutfalli við fjölda keppenda, 8.ára og yngri fá þátttökuverðlaun.
Lesa meira

Firmakeppni 2023 Úrslit.

Þá er firmakeppni lokið og tókst vel til. Um 40 keppendur voru skráðir til leiks og annað eins af fyrirtækjum. Þökkum við öllum fyrir þátttökuna bæði keppendum og fyrirtækjum. Úrslitin urðu þannig að sigurvegari var Torfi Jóhann Sveinsson sem keppti fyrir Miðlarinn, öðru sæti var Álfgrímur Bragi Jökulsson sem keppti fyrir Steypustöðin Dalvík og í þriðja sæti var Maron Björgvinsson sem keppti fyrir Tréverk.
Lesa meira

Firmakeppni 2023

Á morgun mánudag 10.apríl (annan í páskum) Slúttum við páskunum á hefðbundinn hátt á Firmakeppni. Hún fer fram sem samhliðasvig með forgjöf. Skráning í Brekkuseli milli kl 10:00 - 10:30 - áætlum að hefja keppni kl 11:00. Sjáumst hress í fjallinu á morgun 😉
Lesa meira