Hugvekja og áminning til okkar sem erum í Skíðafélagi Dalvíkur.

Hugvekja og áminning til okkar sem erum í Skíðafélagi Dalvíkur.

Rekstur íþróttafélaga þýðir allskonar, starfsemin er þvert yfir mörg svið daglegra athafna; reksturs fyrirtækis, uppeldi, menntun, viðgerðir, fjáröflun, samningar o.s.frv. Til að allt þetta geti gengið upp verður að vera gott samtal á milli okkar allra.
Stjórn, starfsmenn, nefndir, þjálfarar, foreldrar og iðkendur verða að bera virðingu hvert fyrir öðru, vera kurteis og viljug til að láta hlutina ganga upp.

Þess vegna er félagið með sérstakan sáttmála sem heitir Hegðunarviðmið félagsins. Þessi sáttmáli var saminn til að gera öllum það ljóst hvernig samskipti og siðareglur við viljum hafa í félaginu okkar og stundum þarf að rifja upp hvað það þýðir að hafa sáttmála.

 

Hér eru nokkrir punktar úr sáttmálanum og meira til á heimasíðu félagsins.

https://www.skidalvik.is/is/felagid/hegdunarvidmid-felagsins

Almenn hegðunarviðmið:

  • Það eru allir á skíðum á eigin forsendum.

  • Virðum öll gildi og reglur Skíðafélagsins.

  • Metið framlag allra félagsmanna að verðleikum.

  • Sýnum öll jákvæða hegðun og hvetjum alla til betri árangurs.

  • Tölum alltaf fyrir heilbrigðum lífsstíl.

  • Virðum rétt og skoðanir hvers og eins óháð kyni, kynstofni, trúarbrögðum eða kynhneygð.

  • Virðum rétt hvers og eins til að fara sínar eigin leiðir.

  • Völlurinn er nógu stór fyrir alla hvenær sem er, virðum það.

  • Styðjum og hvetjum alla til góðra verka

  • Leysum ágreining í sameiningu án fjandskapar.

  • Komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur.

  • Vinnum saman og gerum alltaf okkar besta.

  • Fylgjum reglum íþróttarinar og virðum niðurstöður dómara.

  • Samþykkjum aldrei ofbeldi eða hatursáróður og höfum hugfast að einelti er líka ofbeldi.

Foreldri/forráðamaður hafðu ávallt hugfast að:

  • Barnið þitt er í íþróttum vegna eigin ánægju.

  • Hvetja barnið þitt til þátttöku í íþróttum.

  • Hvetja barnið þitt til að fara eftir og virða reglur íþróttarinnar

  • Styðja og hvetja öll börn og ungmenni

  • Vera jákvæður, bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur, innan vallar sem utan.

  • Gera aldrei grín að barni eða hrópa að því ef það gerir mistök.

 

Það mun alltaf gerast að það hitni í kolunum þegar börn og fullorðnir æfa og keppa, en höfum það hugfast að allir eru að gera sitt besta og vinna að að heilum hug.
Virðum náungann og styðjum hvert annað.
Með kveðju Stjórn Skíðafélags Dalvíkur