Vel heppnuð æfingaferð til Hafjell.

Æfingahópurinn 12-15ára ásamt þjálfara sínum á toppnum á Hafjell.
Æfingahópurinn 12-15ára ásamt þjálfara sínum á toppnum á Hafjell.

Elsti æfingahópur skíðafélagsins kom heim úr æfingaferð til Hafjell (Lillehammer) sl. sunnudag, en krakkarnir voru í 9 daga. Ásamt hópnum sem taldi 19 þátttakendur fór þjálfari flokksins Sveinn Torfason og 15 foreldrar. Heillt yfir gékk ferðin mjög vel, aðstæður í Hafjell voru mjög góðar, kalt (-12- -16°C), bjart og snjór í brekkum góður.  En líkt og hér á Íslandi hafði lítið snjóað í Noregi, en Hafjell opnaði daginn sem hópurinn mætti.

Er þetta í fyrsta skipti sem skíðafélagið fer í æfingaferð til Hafjell.  Áður hefur verið farið til Oppdal sem er staðsett töluvert norðar í Noregi, en sökum snjóleisis þar var ákveðið að leita á ný mið. 

Var það samróma álit allra sem fóru í ferðina að Hafjell hennti mjög vel sem æfinga staður, og þá sérstaklega þegar svo stór hópur foreldra er með í för, þar sem allir fundu brekkur við hæfi.