Opið í dag 18. des og Langur Fimmtudagur þann 22.

Það verður opið hjá okkur frá klukkan 12:00-15:00. Hér er norðan kaldi og -6 gráður, frekar kalt myndi einhver segja, en nýr snjór ofan á troðinni braut. Líkt og í gær skíðum við upp að 3. mastri og frítt í fjallið.
Snjóframleiðslan hefur gengið vonum framar og erum við komnir með nægan snjó til að opna alla neðri lyftubrekku, en okkur vantar ennþá snjó í lyftusporið og eru veðurguðirnir líklegir til að redda því fyrir okkur á næstu sólarhringum.
Við stefnum á að opna á fimmtudaginn 22. des fyrir almenning upp alla neðri lyftu og vera með langa opnun á Löngum Fimmtudegi til 22:00.
Heitt Kakó og eldstæði með jóla tónlist.
Sjáumst hress í dag.