Fv. Torfi Jóhann, Kristrún Lilja og Dagur Ýmir í skíðahöllinni SNÖ í Noregi.
Þessa dagana fara fram æfingabúðir á vegum Skíðasambands Íslands í skíðahúsi í Noregi. Frá Skíðafélagi Dalvíkur eru tveir þátttakendur, það eru þeir Dagur Ýmir Sveinsson og Torfi Jóhann Sveinsson. Þá er einnig með í för sem aðstoðarþjálfari Kristrún Lilja Sveinsdóttir.
Æfingabúðirnar hófust sl. laugardag en tæplega 30 krakkar af öllu landinu taka þátt í æfingunni og verða þau ytra fram að næstu helgi.
Hægt er að fylgjast með okkar fólki á instagram undir nafninu " teamskidalvik".

