Fundur í Bergi næsta fimmtudag 14. júlí klukka 17:00

Skíðafélag Dalvíkur heldur opin kynningarfund um þær framkvæmdir í landmótun sem fara fram í enda júlí í Bergi Menningarhúsi klukkan 17:00 14. júlí.  Til stendur að lækka hólana sem fyrir eru í Barnabrekkunni til að hún nýtist betur sem kennslubrekka fyrir byrjendur, að baki þeirri ákvörðun eru fjölmargar ástæður sem ræddar verða á fundinum og einnig gefst tækifæri til að spyrja út í framkvæmdirnar frekar.

Ekki láta ykkur vanta kæru félagsmenn og aðrir sem áhuga hafa á málefninu.