Vel heppnuð gönguferð og kynningarfundur í Bergi 14. Júlí klukkan 17:00

Það var farinn göngutúr í gær og kynnt til sögunar þau plön sem framkvæmd verða í sumar í Barnabrekkunni. Það var fámennt en góðmennt og almennt voru þeir sem mættu nokkuð sammála um framkvæmdirnar. Helstu rökin fyrir þessum framkvæmdum eru eftirfarandi.
 
Öryggi - Barnabrekkan í þeirri mynd sem hún er í dag er með tvíhallandi línu, þar að segja að brekkan hallar bæði niður á við að Brekkuseli en einnig inn að skíðalyftunni, oft vefst þetta fyrir yngstu iðkendunum og á vissum stöðum leitast þessi reynslu minnstu við að renna að lyftunni frekar en niður að Brekkuseli. Þetta myndar ákveðin vandamál hvað öryggi varðar.
 
Betri kennslu brekka - Með tilkomu þeirra framkvæmda sem fara á í, verður mun auðveldara að búa til lengri og breiðari brekku með minni tvíhliða halla og mun það auðvelda kennslu og ánægju þeirra sem taka eru sín fyrstu skref á skíðum og auðvelda þjálfurum kennsluna, sérstaklega á brettum, en brekkan nýtist mjög illa í dag fyrir bretta iðkendur vegna hallans.
 
Hagræðing - Barnabrekkan er hlutfallslega lang dýrasta skíðabrekkan á skíðasvæðinu í rekstri. Það þarf mestu snjóframleiðsluna og snjótroðsluna í þessa brekku vegna hversu erfitt landslagið í henni er. Með tilkomu þeirrar jarðvinnu sem fara mun þar fram, verður mun mikið ódýrara að reka brekkunna með mikið meiri gæðum.
 
Við hvetjum alla þá er viðra vilja skoðanir sýnar og eða læra meira um hvað þessi framkvæmd snýst að mæta í Berg menningarhús eftir viku fimmtudaginn 14. júlí klukkan 17:00 en þá verður opinn íbúafundur þar sem verkið verður kynnt og opið fyrir spurningar og svör.
Kv. Stjórn og Framkvæmdarstjóri Skíðafélags Dalvíkur.