Það er komið að því......⛷️⛷️🏂🏂í 100% framleiddum snjó.
Við opnum á morgun 20. desember fyrir almenning 12:00-17:00 Þess ber að geta að það er þunnt á þessu, það er smá jarðvegur í snjónum efst og brekkurnar mjóar.
Opnar verða Barnabrekka og Neðri Lyftubrekka.
Þá verður opið eftirfarandi
Sunnudagur 21. des 10:00 - 16:00
Mánudagur 22. des 14:30-19:00
Stefnum á að opna annan í Jólum 10:00-16:00 og vonandi hefðbundna opnum milli jóla og nýárs en sjáum hvað jólaveðrið gerir áður en við ákveðum meira.
Með kveðju stjórn og starfsfólk Skíðasvæðis Dalvíkur.