Eftir annasaman nóvembermánuð við snjóframleiðslu er okkur að takast það að opna neðra svæðið í vikunni og hefja æfingar samkvæmt æfingatöflu fyrir 3. bekk og eldri þann 3. desember. Upplýsingar til foreldra barna í 1-2 bekk berast síðar og áætlað er að leiktímar hefjist strax á nýju ári. Allir þeir iðkendur sem voru skráðir á Andrés í vor eru nú skráðir inn á abler og munu þjálfarar hafa samskipti þar inni. Ef einhverjir iðkendur sem voru ekki á Andrés eða aðrar breytingar hafa orðið vinsamlegast setjið ykkur í samband við þjálfara þess hóps. Greiðsla æfingagjalda hefst ekki fyrr en á nýju ári þannig að fólki gefist kostur á að nýta sér frístundastyrkinn. Ein breyting verður í vetur, til að svara tilkalli foreldra mun lyftugjaldið verða innifalið í æfingagjaldi og hækkar því sem nemur. Allir þurfa þó að fara í lúguna og láta hlaða inn á lyftu kortin sín. Við horfum bjarsýn fram á veginn og færum starfsmönnum svæðisins og öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa lagt á sig óeigingjarna vinnu á snjóframleiðsluvöktum, hengja á lyftuna og fleirum tilfallandi verkefnum og gert okkur kleift að opna svæðið, kærar þakkir!
Það koma meiri upplýsingar á næstu dögum varðandi æfingagjöld, opnun fyrir almenning og fleira.
