12 ára og eldri hefja nýja skíðavertíð.

TeamSkiDalvik á Instagram
TeamSkiDalvik á Instagram

Þrátt fyrir að skíðavertíðinni sé nýlega lokið, er ekki seinna vænna en að hefja næstu vertíð. Eins og svo oft áður ætla krakkarnir að hefja vertíðina á áheitarsöfnun. Krakkarnir munu tína rusl í sveitinni (sveitahringinn, framdalinn og Skíðadal), samhliða því munu þau hjóla hringinn á vöktum. Áætlað er að hjóla um 150-200km.
Hægt verður að fylgjast með hópnum á Instagram- reikning hópsins (TeamSkiDalvik) í þessu verkefni sem og öðrum verkefnum hópsins í sumar / haust og vetur.
Áheitarsöfuninn er hluti af fjáröflun fyrir æfingaferð erlendis sem farin verður í desember nk.