05.04.2006
60 ára afmælisfagnaður Skíðasambands Íslands Sjallanum Akureyri, föstudaginn 21. apríl 2006
Þann 21. apríl nk. verður haldið uppá 60 ára afmæli Skíðasambands Íslands í tengslum við Andrésar andarleikana.
Tryggðu þér miða á góðu verði
Fram til 12. apríl er verð á miða alls 4.500 krónur. Eftir 12. apríl hækkar miðinn í 5.500 krónur. Innifalið í verðinu er:
o Glæsilegur 3ja rétta kvöldverður
o Skemmtidagskrá
o Ekta íslenskt skíðadiskó ásamt góðum félagsskap
Nánari upplýsingar um dagskrá mun liggja fyrir síðar á heimasíðu SKÍ, www.ski.is
Hvernig kaupi ég miða?
Til að kaupa miða þarf að fara í gegnum 2 skref.
1. Leggja andvirði miðans á 0101-26-10284, kt. 590269-1829 (verð 4.500 kr. fram til 12. apríl og 5.500 kr. eftir 12. apríl)
2. Senda tölvupóst á ski@ski.is þar sem fram koma eftirfarandi upplýsingar
a. Nafn þess sem leggur inn
b. Upphæð
Miðarnir eru síðan afhentir í Sjallanum á föstudeginum 21. apríl milli klukkan 15:00 og 18:00
Áframsendu þessa auglýsingu á alla þá sem þú telur að hafi áhuga á að fagna 60 ára afmæli SKÍ í góðum félagsskap þann 21. apríl.
Stjórn Skíðasambands Íslands