Aðstöðuhús á skíðasvæðinu

Teikning af byggingu
Teikning af byggingu

 Síðustu tvö ár hefur Skíðafélag Dalvíkur undirbúið byggingu aðstöðuhúss á skíðasvæðinu sem á að koma í staðinn fyrir núverandi aðstöðu sem er í Hreiðri. 20 ár eru síðan að fyrsta teikningin af aðstöðuhúsi á skíðasvæðinu leit dagsins ljós en fyrir 16 árum var Hreiður endurbyggt og þá til bráðabirgða. Í aðdraganda þess höfðu staðið yfir viðræður við Dalvíkurbyggð um aðstöðuleysi félagsins sem hafði aldrei haft aðstöðu fyrir tæki og búnað. Mjög skiptar skoðannir voru um málið og féllst félagið fyrir rest á að betra væri að endurbyggja Hreiður en hafa enga aðstöðu, til dæmis fyrir nýjan snjótroðara.  Hreiður uppfyllir ekkert af kröfum um aðbúnað, hollustuhætti og mengunarvarnir þó að húsið sé félaginu í raun mjög mikilvægt og nýtist vel á meðan ekkert annað er í boði.  Fjarlægðin frá skíðasvæðinu er hins vegar of mikil og varla hægt að réttlæta mikið lengur að aka 10 tonna troðara á öllum tímum sólarhrings í bakgarðinum hjá fólki að og frá  Hreiðri. Eins og áður sagði hefur bygging aðstöðuhúss á skíðasvæðinu verið til umræðu í amk 20 ár. Það var því mikill fögnuður þegar aðstöðuhús var loksins komið á þriggja ára áætlun hjá Dalvíkurbyggð á árunum 2021-2023.  Sú gleði stóð stutt yfir því nú hefur Dalvíkurbyggð dregið allt fjármagn til  framkvæmdanna á þessum árum til baka.

Þess ber að geta að Dalvíkurbyggð styður myndarlega við rekstur skíðasvæðisins með föstu fjármagni á hverju ári og hefur lagt mikið fjármagnn í viðhald troðarans sem er orðin 16 ára gamall.

Þar sem fjármagn í hönnun og teikningar fékkst í verkefnið á árinu 2021 þá hefur verið unnið að því að klára þann hluta og því lýkur væntanlega fljótlega.

Húsið sem stendur til að reisa er stálgringdarhús hannað af Landstólpa og Eflu og er  14 x 25 metrar að stærð eða 350 fermetrar. Uþb 200 fermetrar eru ætlaðir undir troðara, verkstæði og geymslu og 150 fermetrar eru ætlaðir í annað, ss geymslur fyrir búnað og fl, aðstöðu fyrir starfsmenn og skíðaleigu sem er í dag í gámum á svæðinu.

Skíðasögusetur Skíðafélags Dalvíkur.

Yfir 150 fermetra rýminu í nýja aðstöðuhúsinu verður milliloft en þar hyggst félagið koma upp skíðasögusetri. Það hefur verið ljóst í mörg ár að það hefur sárlega vantað pláss til þess að varðveita ýmsa muni tengda skíðaiðkun á Dalvík og félögum úr Skíðafélagi Dalvíkur. Með þessu vill félagið leggja sitt af mörkum enda tilvalið tækifæri að nýta loftið í þetta verkefni og hafa slíkt safn á skíðasvæðinu.  Þegar nær dregur byggingu hússins verða þeir sem málið varðar hafðir með í ráðum varðandi skipulag og útlit safnsins.

Staðsetning hússins er á planinu fyrir neðan Brekkusel. Áætlað er að það komi brú af stallinum sem Brekkusel stendur á og yfir í safnið.

Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu

Stjórn Skíðafélags Dalvíkur

Teikninggrunnmyndgrunnmynd2