Æfingaferð í Hafjell / Noregi.

Hópurinn ásamt foreldurm á toppi Hafjells
Hópurinn ásamt foreldurm á toppi Hafjells

Síðast liðna viku voru æfingarkrakkar í 12-15 ára flokki SkíDalvík í æfingabúðum í Hafjell í Noregi. Farið var frá Dalvík fimmtudagskvöld 7.desember og keyrt til Keflavíkur - þaðan svo flogið til Gardemoen í Noregi. Heildarfjöldi hópsins taldi 40, en með krökkunum (23.iðkendur) voru 16 foreldrar ásamt þjálfara flokksins Sveini Torfasyni. Dvaldi hópurinn ytra við æfingar í eina viku og komu svo heim sl. laugardagskvöld.
Mikill samhljómur var í hópnum um að ferðin hafi tekist vel, enda frábærar aðstæður í noregi til skíðaiðkunar.

Æfingaferðir erlendis hafa verið farnar með æfingahópinn 12-15 ára annað hvert ár síðan 2017. Aldrei hafa farið eins margir og í ár, enda æfingahópurinn sjaldan verið eins fjölmennur og í ár. Þá hafa foreldrar verið duglegir að fylgja krökkunum eftir og aðstoða við æfingar í ferðunum. 

Æfingamagn í slíkum ferðum er gríðarlega mikið og jafnast á við allt að þriggja vikna æfingamagni hér heima. 

Krakkarnir og foreldrar hafa verið mjög dugleg að fjármagna ferðina með hinum ýmsu fjáröflunum, s.s. ruslatínslu í vor, flatbrauðs og laufabrauðs-sölu, gos-sölu og ýmislegt fleira. 

Viljum við nota tækifæri og þakka öllum sem hafa styrkt krakkana í þeirra fjáröflunum og gert slíka ferð að veruleika fyrir þau. 

Um jólin stefnum við svo á að halda æfingum áfram hér heima.