Æfingahelgi hjá 6-7 bekk fer vel af stað...

Nú eru samankomin í Brekkuseli á þriðja tug krakka úr 6 og 7 bekk frá Dalvík, Ólafsfirði og Akureyri. Krakkarnir tóku tvær skíðaæfingar í dag og brugðu sér í sund þess á milli. Í kvöld var svo skemmtidagskrá sem krakkarnir sjálf sáu um og þar var mikið gaman. Þegar þessar línur eru skrifaðar (kl. 02:09) þá er hópurinn farinn að róast þó enn megi greina smá pískur og óróa enda ekki við öðru að búast, þetta á nú einu sinni að vera gaman!! Liðið verður ræst í fyrramálið kl. 8:30 og þá verður nú gaman að sjá framan í suma:-)