Æfingahelgi hjá 6 og 7 bekk

Fastsett hefur verið að hafa æfingahelgina fyrir 6 og 7 bekk þessa helgi þar sem Brekkusel er óvænt laust þessa helgi. Þetta er gert í samráði við foreldra og börnin, Ólafsfyrðingum í sama árgangi er boðið að vera með eins og gert var síðustu helgi hjá yngri flokkunum. Mæting er kl 12:00 á laugardegi í skíðabúningi og tilbúin á stórsvigsæfingu sem byrjar 12:15 og þá viljum við halda fund með foreldrunum til að skipta með okkur verkum. Eftir æfinguna er farið í sund ca 15:00 og kaffitími strax þar á eftir. Kl 17:30 er síðan æfing l 19:30 er kvöldmatur og kvöldvaka og ýmiss fróðleikur eftir matinn eitthvað fram eftir kvöldi. Stefnt er á ró í húsinu kl 24:00 Sunnudagurinn byrjar með morgunverði kl 09:00 og æfing kl 10:00 til 12:00 þá er skíðasúpa og ávextir. Kl 13:00 er æfing til 14:30 þá er farið inn og helginni slúttað með Brekkuselskakkói. Kostnaði verður haldið niðri með því að foreldrar koma færandi hendi með bakkelsi í kaffitímum. Kostnaður verður 1000 kr á mann sem greiðist við innritun á staðnum. Þjálfarar