Æfingar á fullu hjá öllum

Nú er um það bil hálfur mánuður síðan æfingar hófust samkvæmt æfingatöflu hjá Skíðafélagi Dalvíkur. Aðstæður hafa verið ágætar í Bögvisstaðafjalli síðan svæðið opnaði um miðja nóvember. Björgvin Hjörleifsson yfirþjálfari hjá félaginu er mjög ánægður með mætingu á æfingar og segir að þær fari vel af stað. Nú þegar eru milli 90 og 100 börn og unglingar á æfingum hjá félaginu en þeim á eftir að fjölga eftir áramót.