Æfingar hafnar.

Æfingar hófust hjá elstu krökkunum í síðustu viku eða stax og Krister Kjölmoen þjálfari félagsins kom til landsins. Krister verður þjálfari 9 ára og eldri en Snæþór Arþórsson verður með yngri krakkana. Í gær hófust æfingar hjá 9 til 10 ára krökkunum en ákveðið hefur verið að bíða aðeins með þau yngri þar sem að aðstæður eru ekki sem bestar. Allar æfingar fara fram í efri lyftunni eins og er en þar er færið mjög hart. Það er ljóst að ef ekki væri komið snjókerfi á skíðasvæðið væru engar æfingar hafnar og svæðið lokað því sá snjór sem er við endann á neðri lyftunni og í lyftusporinu en snjór sem var framleiddur í desember.