Áheitasöfnun U14 og U16 hópsins

Slakað á eftirr 250 km hjólreiðar og ruslatínslu.
Slakað á eftirr 250 km hjólreiðar og ruslatínslu.

Mánudaginn 21.maí sl (annan í Hvítasunnu) fór elsti hópur skíðakrakkanna í áheitaverkefni. Krakkarnir hjóluðu 10x sveitahringi (250km) á vöktum ásamt því að hreinsa rusl meðram veginum í Svarfaðardal og Skíðadal. Verkefnið gekk vel í alla staði, veðrið lék við krakkana allan daginn. Um 10 tíma tók að klára hringina og á eftir var slegið upp grillveislu. Foreldrar stóðu að sjálfsögðu vaktina með krökkunum.

Viljum nota tækifærið til að þakka öllum sem studdu krakkana í verkefninu og teljum við að sveitin sé enn fegurri núna eftir ruslatínsluna ;)