Allir á Sigló - Firmakeppni og Stórsvig 11+

Góðir Dalvíkingar, Firmakeppni Skíðafélags Dalvíkur verður haldinn laugardaginn 14. apríl á Siglufirði. Keppnin verður með hefðbundnu sniði, samhliðasvig með forgjöf og útslætti. Um 40 firma eru skráð til leiks, fyrstur kemur fyrstur fær. Við sama tækifæri ætlum við að keyra Dalvíkurmót í stórsvigi fyrir 11 ára og eldri. Skrá verður í bæði mótin á staðnum, þ.e. á skíðasvæðinu á Siglufirði. Dagskrá dagsins er þannig: 10:30: Skráning í stórsvig og úthlutun rásnúmera. 11:00: Start fyrri ferð stórssvig, seinni ferð strax að henni lokinni. 12:00: Skráning í Firmakeppni og úthlutun rásnúmera 12:30: Start í Firmakeppni Bjöggi ætlar að vera með æfingu fyrir 10 ára og yngri á meðan stórsvigið verður keyrt. Æfingin hefst kl. 11:00. ATH við þurfum aðstoð við mótin og treystum því að fólk gefi sig fram á staðnum. Einnig má senda línu á dadiv@simnet.is og láta vita. Lyftugjöld á Siglufirði eru 700 kr fyrir börn og 1.800 kr fyrir fullorðna. Munið eftir kakóbrúsanum, smurðu og sólvörninni....... Mótanefndin