Andrea Björk á SMÍ

Mynd tekin af Andreu í Böggvisstaðafjalli um páskana, þar sem hún stundaði æfingar.
Mynd tekin af Andreu í Böggvisstaðafjalli um páskana, þar sem hún stundaði æfingar.

Um helgina fer fram Skíðamót Íslands í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður hafa verið hinar bestu, enda snjóalög góð syðra. Okkar kona Andrea Björk Birkisdóttir er eini keppandi félagsins á mótinu. Í gær (laugardag) var keppt í stórsvigi, þar hafnaði Andrea í öðru sæti á eftir Hólfríði Dóru Friðgeirsdóttur. Í dag var keppt í svigi í Bláfjöllum þar var Andrea með þriðja besta tímann eftir fyrri ferð, tæpum tveimur sekundum á eftir Freydísi Höllu. Í seinni ferð var annað uppi á teningnum hjá Andreu þar sem hún átti brautartímann í þeirri ferð. Það dugði þó ekki til sigurs og endaði hún þriðja. 

Í alpatvíkeppni hafnaði Andrea í öðru sæti.

Skíðamóti Íslands líkur á morgun, en þá verður keppt í samhliðasvigi.