Andrea Björk í 7 sæti í Kongsberg

Seinni partinn í janúar tók Andrea Björk Birkisdóttir þátt í nokkrum FIS mótum í Noregi. Annarsvegar í Hafjell þar sem Andrea keyrði tvö svigmót og eitt stórsvigsmót, og hinsvegar í Kongsberg þar sem keppt var í tveimur svigmótum.

Í Hafjell hafnaði Andrea í 35 sæti (110.79punkta) í stórsigi og 18 sæti í svigi (69.74punkta) en hlektist á i seinna svigmótinu.

Í Kongsberg hafnaði Andrea í 13 sæti  (79.93punktar) í fyrra sviginu, en í 7 sæti (76.39punkta) í því seinna.

Andrea býr í Geilo í Noregi og stundar þar æfingar.