Andrea gerði sína bestu punkta í Kirkerud í dag.

Í dag tók Andrea Björk þátt í físmóti í Kirkerud í Noregi. Skemmst er frá því að segja að hún gerði sína bestu punkta í svigi eða 44.72 FIS-punkta. Á nýjasta FIS-lista er hún með 53.77 FIS-stig.  Andrea endaði í 20 sæti 2.46 sek á eftir sigurvegaranum. Á morgun er annað svig mót í Kirkerud sem Andrea tekur þátt í. Til hamingju með árangurinn Andrea.