Andrea keppti í stórsvigi á HM í dag.

Andrea við æfingar í Are, mynd: Brynja Þorsteinsdóttir fjölmiðlafulltrúi SKÍ í Are.
Andrea við æfingar í Are, mynd: Brynja Þorsteinsdóttir fjölmiðlafulltrúi SKÍ í Are.

Keppt var í stórsvigi kvenna í dag á heimsmeistaramótinu í Are í dag. Meðal keppenda var okkar fulltrúi Andrea Björk Birkisdóttir. Aðstæður í Are voru mjög erfiðar, hiti um +2 töluverður vindur og sýjað. Það gerði mörgum erfitt fyrir sérstaklega þegar líða tók á keppnina. Andrea var með rásnúmer 71 í fyrri ferð. En aðeins 60 keppendur fá að fara í seinni ferð. 

Andrea var aðeins hársbreidd frá því að komast í seinni ferðina og endaði í 67 sæti eftir fyrri ferðina. Þær Hólmfríður Dóra og Freydís Halla komust í seinni ferðina og enduðu í 49 sæti og 53 sæti að henni lokið. En María Finbogadóttir var eins og Andrea einnig stutt frá því að fá að fara seinni ferð og endaði 64 sæti eftir fyrri ferð. 

Næst á dagskrá hjá stúlkunum er undankeppni í svigi, sem fer fram um helgina.